Þýski markvörðurinn Jens Lehmann, núverandi markvörður Stuttgart og fyrrum markvörður Arsenal, segist vera á sínu síðasta tímabili í þýska boltanum en þessi 40 ára markvörður segist ekki vilja lengur standa í vegi fyrir ungu markvörðum Stuttgart-liðsins.
„Það væri ósanngjarnt gagnvart Sven Ulreich að halda áfram," sagði Lehmann við þýska blaðið Bild. „Hann mun keppa um markmannsstöðuna við Alexander Stolz og þeir bíða báðir spenntir eftir áskorunni," segir Lehmann sem er þó ekki alveg búinn að útiloka aðspila annarsstaðar.
„Ég ætla mér að hætta í vor en það er aldrei hægt aðsegja aldrei. Ég hef enn mjög gaman af fótbolta," sagði Lehmann en hann hefur ýjað að því að honum langi að enda ferilinn í Englandi þar sem hann spilaði með Arsenal frá 2003-2008.
Hanskarnir hans Jens Lehmann upp á hillu í vor
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
