Enski boltinn

Juventus vill fá svar frá Benítez

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rafa Benítez baðar út höndum.
Rafa Benítez baðar út höndum.

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur fengið þau skilaboð frá ítalska félaginu Juventus að það vilji fá að vita í enda næstu viku hvort hann hafi áhuga á að taka við þjálfun liðsins.

Juventus reyndi að fá Benítez þegar Ciro Ferrara var rekinn í janúar. Benítez vildi lítið tjá sig um málið en sagðist stoltur af áhuga liðsins. Juventus réði Alberto Zaccheroni út tímabilið.

Nú hefur Juventus ákveðið að setja pressu á Spánverjann og gefa þeim svar. Framtíð Benítez hjá Liverpool er í nokkurri óvissu en liðið hefur ollið vonbrigðum í vetur og verður líklega ekki með í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Umboðsmaður Benítez vildi lítið tjá sig um málið. „Benítez er með fjögurra ára samning við Liverpool. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvað gerist," sagði hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×