

Kallað eftir ábyrgri umræðu
Eftir standa þá þeir sem tekið hafa íbúðalán, geta borgað en með stórskertum lífskjörum. Þau skertust þegar öll lán í landinu voru hækkuð með flatri uppfærslu.
Flöt uppfærsla – flöt niðurfærslaFjármálakerfið hrundi sem kunnugt er, gjaldmiðillinn að sama skapi, meðal annars vegna gjaldeyrisbrasks fjármálageirans, verðbólga skaust upp á við en kaupmátturinn féll. Til varð gríðarlegt misgengi launa og lána. Frá 2008 og fram á þennan dag hefur vísitala neysluverðs stigið um tæp 30% en kaupmátturinn rýrnað um rúm 10%. Lánin tóku flatri hækkun samkvæmt vísitölunni en af þeim er hins vegar greitt upp úr launaumslagi sem hefur skroppið saman. Nú vildu margir mæta hinni flötu uppfærslu allra lána með flatri niðurfærslu, skrúfa vísitöluna niður – finna í það minnsta einhvern milliveg. Þannig að bankakreppan yrði ekki bara skuldarakreppa heldur tæki fjármagnið líka á sig rýrnun. Fyrir þessu hafa Hagsmunasamtök heimilanna talað. Og undir þetta hef ég tekið jafnframt því sem ég hef fagnað þeirri breiðu umræðu sem ríkisstjórnin hefur kallað eftir. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaskýrandi á Fréttablaðinu um helgar, segir í nýjasta pistli sínum að forsætisráðherra hafi „kúvent“ stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna „og tekið stöðu með þeim sem krefjast almennrar niðurfellingar skulda...“ Þetta þykir Þorsteini slæmt en verstur er þó dómsmálaráðherrann að hans mati, sá sem þetta ritar, því hann hafi „gengið enn lengra í loforðum“.
Ekkert svikiðGetur það verið að svo mjög langi Þorstein Pálsson til að snúa út úr öllu sem úr Stjórnarráðinu kemur að hann geti ekki látið nokkurn mann af þeim bæ njóta sannmælis? Forsætisráðherra er í mikilli alvöru að kalla eftir opinni umræðu og kanna hvort forsendur eru fyrir víðtækri sátt um almenna lausn á borð við niðurfærslu skulda. Jóhanna Sigurðardóttir hefur engu lofað öðru en því að reyna að gera sitt besta. Það á við um ríkisstjórnina í heild sinni. Allt tal um svikin loforð er hrein ósannindi. Vandinn er sá að sumt er löggjafanum, og þar með framkvæmdarvaldinu, fært, annað ekki. Þetta er verið að greina. Jafnframt er leitað eftir samstarfi og breiðri samstöðu.
Staðan er semsé þessi: Óskum hefur verið beint til fjármálastofnana um að þær taki þátt í almennum aðgerðum. Viðbrögðin hafa verið dræm en endanleg svör liggja ekki fyrir. Millileiðir hafa þó verið orðaðar. Allt tal um svikin loforð eða leikaraskap af hálfu stjórnvalda er því ósatt. Það sem meira er, þetta er ósanngjarnt og óábyrgt tal.
Leitað lausnaÞað er af mikilli alvöru verið að leita lausna og að mínu mati er beinlínis ábyrgðarhluti að reyna að grafa undan slíkri viðleitni. Staða mála er alvarlegri en svo að menn geti leyft sér slíkt.
Auðvitað skrifar Þorsteinn Pálsson eins og hann lystir og Fréttablaðið velur sér þá fréttaskýrendur sem það vill bjóða lesendum sínum upp á.
Ég ætla hins vegar að leyfa mér að óska eftir ábyrgari umræðu – og fréttaskýringum sem eru meira á dýptina.
Skoðun

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar

Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið
Sigurður Hannesson skrifar

Hættum að bregðast íslensku hryssunni
Rósa Líf Darradóttir skrifar

Börnin bíða meðan lausnin stendur auð
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Áður en það verður of seint
María Rut Kristinsdóttir skrifar

Lygin lekur niður á hökuna
Jón Daníelsson skrifar

Líflínan
Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu
Birgir Dýrfjörð skrifar

Leiðréttingin leiðrétt
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

Hvað skiptir okkur mestu máli?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

Mikilvægt skref til sáttar
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Staðið með þjóðinni
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Við vitum alveg upphafið
Guðný Níelsen skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Varalitur á skattagrísinum
Helgi Brynjarsson skrifar

Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf
Magnús Magnússon skrifar