Bandarískir draumar Vigdís Hauksdóttir skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Í fréttum hefur verið greint frá aðgerðum utanríkisráðuneytisins til þess að afla stuðnings frá Bandaríkjamönnum vegna Icesave. Óskaði utanríkisráðherra eftir fundi með Hillary Clinton með frekari málaleitan í huga. Auðvitað eigum við að ræða þessi mál við sem flestar þjóðir enda hefur málflutningur okkar framsóknarmanna verið á þá leið. Það er undarlegt að utanríkisráðherra Íslendinga skuli ekki gera sér grein fyrir stöðu Bandaríkjamanna gagnvart Bretum og Hollendingum. Bandaríkjamenn heyja stríð í Írak og Afganistan undir nafni NATO. Í örvæntingu leita þeir leiða til þess að einangrast ekki í stríðsrekstrinum. Þeir hafa lagt hart að Bretum og Hollendingum að draga ekki herlið sitt til baka og jafnvel hafa þeir lagt fram kröfu um að fjölga hermönnum. Ég trúi því að Bretar og Hollendingar séu áhugalitlir um þennan hernað og vilji koma sér þaðan. Hollenska stjórnin er fallin vegna ágreinings um stríðsreksturinn og breska ríkisstjórnin sætir mikilli gagnrýni. Ljóst er að þessar þjóðir halda herliði sínu þarna eingöngu af undanlátssemi við Bandaríkin og gjalda fyrir það heima. Bretar og Hollendingar hafa eytt hundruðum milljarða vegna þessa, fyrir Bandaríkjamenn, og hafa sætt miklu mannfalli. Svo virðist nú sem breska ríkisstjórnin falli líka á næstu dögum. Bandaríkjamenn þurfa á allri aðstoð að halda frá Bretum og Hollendingum sem unnt er að fá. Þeir eru í engri stöðu til að beita þessar þjóðir þrýstingi í þágu Íslands. Að auki má benda á að diplómatísk samskipti Íslendinga við Bandaríkjamenn hafa ekki verið í lagi undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Sendiherra Bandaríkjanna fór af landi brott fyrir rúmu ári og ekki hefur nýr sendiherra verið skipaður eftir að Robert S. Connan, sem Obama tilnefndi, hætti við að þiggja embættið í fyrra. Í hvaða stöðu telur Össur sig vera til að skipa svo fyrir að senda embættismenn í bandaríska sendiráðið með hótanir um stuðning? Í morgunútvarpinu á Rás 2 sagði Össur að hann væri stoltur af þeirri hörku sem starfsmenn hans hefðu sýnt í viðræðum við Sam Watson starfandi sendifulltrúa. Já, Össur skipað gætir þú, væri þér hlýtt. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í fréttum hefur verið greint frá aðgerðum utanríkisráðuneytisins til þess að afla stuðnings frá Bandaríkjamönnum vegna Icesave. Óskaði utanríkisráðherra eftir fundi með Hillary Clinton með frekari málaleitan í huga. Auðvitað eigum við að ræða þessi mál við sem flestar þjóðir enda hefur málflutningur okkar framsóknarmanna verið á þá leið. Það er undarlegt að utanríkisráðherra Íslendinga skuli ekki gera sér grein fyrir stöðu Bandaríkjamanna gagnvart Bretum og Hollendingum. Bandaríkjamenn heyja stríð í Írak og Afganistan undir nafni NATO. Í örvæntingu leita þeir leiða til þess að einangrast ekki í stríðsrekstrinum. Þeir hafa lagt hart að Bretum og Hollendingum að draga ekki herlið sitt til baka og jafnvel hafa þeir lagt fram kröfu um að fjölga hermönnum. Ég trúi því að Bretar og Hollendingar séu áhugalitlir um þennan hernað og vilji koma sér þaðan. Hollenska stjórnin er fallin vegna ágreinings um stríðsreksturinn og breska ríkisstjórnin sætir mikilli gagnrýni. Ljóst er að þessar þjóðir halda herliði sínu þarna eingöngu af undanlátssemi við Bandaríkin og gjalda fyrir það heima. Bretar og Hollendingar hafa eytt hundruðum milljarða vegna þessa, fyrir Bandaríkjamenn, og hafa sætt miklu mannfalli. Svo virðist nú sem breska ríkisstjórnin falli líka á næstu dögum. Bandaríkjamenn þurfa á allri aðstoð að halda frá Bretum og Hollendingum sem unnt er að fá. Þeir eru í engri stöðu til að beita þessar þjóðir þrýstingi í þágu Íslands. Að auki má benda á að diplómatísk samskipti Íslendinga við Bandaríkjamenn hafa ekki verið í lagi undir forystu Össurar Skarphéðinssonar. Sendiherra Bandaríkjanna fór af landi brott fyrir rúmu ári og ekki hefur nýr sendiherra verið skipaður eftir að Robert S. Connan, sem Obama tilnefndi, hætti við að þiggja embættið í fyrra. Í hvaða stöðu telur Össur sig vera til að skipa svo fyrir að senda embættismenn í bandaríska sendiráðið með hótanir um stuðning? Í morgunútvarpinu á Rás 2 sagði Össur að hann væri stoltur af þeirri hörku sem starfsmenn hans hefðu sýnt í viðræðum við Sam Watson starfandi sendifulltrúa. Já, Össur skipað gætir þú, væri þér hlýtt. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun