Los Angeles Lakers og Phoenix Suns mætast öðru sinni í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt. Leikurinn hefst klukkan eitt í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Lakers vann fyrsta leikinn og er leikið í Los Angeles í nótt rétt eins og í fyrsta leiknum.
Stöð 2 Sport mun fylgjast sýna mikið frá þeim leikjum sem eftir eru í NBA-deildinni.
Á laugardag er þriðji leikur Boston og Orlando í beinni og á sunnudag er aftur komið að Lakers og Suns.