Kobe Bryant skoraði enn eina flautukörfuna í nótt. Að þessu sinni gegn Sacramento þegar 0,1 sekúnda var eftir af leiknum. Karfan tryggði Lakers eins stigs sigur.
Þessi ótrúlegi körfuboltamaður var með 39 stig í leiknum. Veitti ekki af þar sem Lakers var í ruglinu framan af og lenti 20 stigum undir um tíma. Leikmenn Lakers virkuðu þunnir eftir áramótagleðina og hittu aðeins úr 37 prósent skota sinna í fyrri hálfleik. Enginn eins glær og Derek Fisher sem klúðraði 9 af 10 skotum sínum.
Stuðningsmönnum Lakers ofbauð í stöðunni 52-32 og byrjuðu að baula á sína menn. Það kveikti í Lakers-liðinu sem átti ótrúlega endurkomu og vann leikinn.
Úrslit:
LA Lakers-Sacramento 109-108
Minnesota-Orlandi 94-106
Atlanta-NU Knicks 108-112