Akureyri vann í dag ótrúlegan sigur á Fram í Safamýrinni í dag, 32-31, í N1-deild karla.
Fram var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 17-13, og var með undirtökin lengst af í síðari háflleik.
Akureyri náði að jafna þegar fjórar mínútur voru eftir og skoruðu sigurmarkið þegar ein mínúta var til leiksloka. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði markið en hann var alls með tólf mörk í leiknum.
Það var þó varamarkvörðurinn Stefán Guðnason sem var hetja Akureyringa í dag. Hann varði tvö víti á lokakaflanum og mikilvægt skot í blálok leiksins.