Birgir Leifur er ánægður með fyrsta hringinn á úrtökumótinu á Spáni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 26. nóvember 2010 15:14 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram. „Þetta gekk fínt, ég fékk fjóra fugla og tvo skolla. Völlurinn er blautur og boltinn rúllar því ekkert á brautunum eftir uppyhafshöggin. Aðstæður eru að öðru leyti fínar," sagði Birgir í dag en ekki er búið að birta lokastöðuna eftir fyrsta keppnisdaginn. „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég er í röðinni en aðstæður voru fínar og eflaust eru einhverjir á góðu skori. Það er nóg eftir af þessu móti," bætti Birgir við. Alls eru 80 kylfingar á þessum keppnisvelli en alls eru keppnisstaðirnir fjórir á 2. stigi úrtökumótsins. Það komast um 25% af keppendum áfram af hverjum velli á 3. stig úrtökumótsins sem jafnframt er lokaúrtökumótið. Það má gera ráð fyrir að um 20 kylfingar komist áfram af Arcos Garden vellinum. Mynd/Daníel Birgir Leifur náði frábærum árangri á íslensku mótaröðinni í sumar en hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli. Hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Á þessu ári hefur Birgir leikið á einu atvinnumóti, í Austurríki á Evrópumótaröðinni, en þar endaði hann í 52. sæti. Birgir vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni árið 2007 þar sem hann lék á 17 mótum og árið 2009 lék hann á 18 mótum á Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram. „Þetta gekk fínt, ég fékk fjóra fugla og tvo skolla. Völlurinn er blautur og boltinn rúllar því ekkert á brautunum eftir uppyhafshöggin. Aðstæður eru að öðru leyti fínar," sagði Birgir í dag en ekki er búið að birta lokastöðuna eftir fyrsta keppnisdaginn. „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég er í röðinni en aðstæður voru fínar og eflaust eru einhverjir á góðu skori. Það er nóg eftir af þessu móti," bætti Birgir við. Alls eru 80 kylfingar á þessum keppnisvelli en alls eru keppnisstaðirnir fjórir á 2. stigi úrtökumótsins. Það komast um 25% af keppendum áfram af hverjum velli á 3. stig úrtökumótsins sem jafnframt er lokaúrtökumótið. Það má gera ráð fyrir að um 20 kylfingar komist áfram af Arcos Garden vellinum. Mynd/Daníel Birgir Leifur náði frábærum árangri á íslensku mótaröðinni í sumar en hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli. Hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Á þessu ári hefur Birgir leikið á einu atvinnumóti, í Austurríki á Evrópumótaröðinni, en þar endaði hann í 52. sæti. Birgir vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni árið 2007 þar sem hann lék á 17 mótum og árið 2009 lék hann á 18 mótum á Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti