Hið frábæra sóknarlið Phoenix Suns vann Portland í nótt í miklum varnarleik. Suns var aðeins með 39 prósent skotnýtingu í leiknum en spilaði frábæra vörn þannig að Portland var aðeins með 36 prósent nýtingu.
Þetta var annars í fyrsta skipti í heil tvö ár sem skotnýting Suns er undir 40 prósentum.
Þarna voru að mætast tvö af heitustu liðum deildarinnar. Suns er 17-5 síðan Stoudemire var hent á bekkinn gegn Dallas. Eftir það hefur Stoudemire verið frábær fyrir liðið.
Portland var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir leikinn í gær.
Úrslit næturinnar:
NY Knicks-Houston 112-116
Indiana-Oklahoma 121-101
LA Clippers-Sacramento 89-102
Cleveland-Detroit 104-79
Atlanta-San Antonio 119-114
LA Lakers-Washington 99-92
Phoenix-Portland 93-87