Skemmdir vegna flóðanna minni en óttast var í fyrstu 15. apríl 2010 06:00 MYND/Vilhelm Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. Flóðið sem braust undan Gígjökli í norðanverðum jöklinum í gærmorgun vann sig á tveimur klukkustundum niður farveg Markarfljóts og að þjóðvegi 1. Miklar líkur voru taldar á því að ný brú yfir fljótið myndi ekki þola átökin. Flóðin rénuðu hins vegar fyrr en ætlað var og starfsmaður verktakafyrirtækisins Suðurvers, sem vinnur að framkvæmdum við Landeyjahöfn, gróf fjórar rásir í veginn. Er það talið hafa bjargað brúnni. Landeyjahöfn var aldrei í hættu. Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að skemmdirnar séu því mun minni en óttast var. „Ég tel þó víst að skemmdirnar eftir daginn losi hundrað milljónir. Það er vel sloppið þar sem áætlanir viðlagatrygginga reikna með að gos sem þetta undir Eyjafjallajökli geti valdið skemmdum fyrir átján milljarða króna." Helstu skemmdirnar eru á þjóðveginum en einnig á vegi í átt að Þórsmörk. Grjótlager Suðurvers er umflotinn og óvíst hversu mikið af honum hefur tapast. Víðir segir að greinilegar skemmdir hafi orðið á flóðagörðum á öllu svæðinu, en sérstaklega næst Markarfljótsbrúnni. „Þetta eru gömul mannvirki en þau stóðu sig vel. Það er líka athyglisvert að gamla brúin yfir fljótið stendur en ástand hennar kemur ekki í ljós strax. Undirstöður hennar gætu hafa farið illa og þá gæti hún fallið." Brúin yfir Svaðbælisá stóðst þrýsting flóðsins sem kom úr sunnanverðum jöklinum, en til greina kom að grafa veginn í sundur til að hlífa henni líkt og gert var vestar á þjóðveginum. Víðir segir að þeir sem urðu fyrir mestu tjóni af þeim sem búa á svæðinu hafi verið bændur á Þorvaldseyri og Önundarhorni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist hafa sloppið vel þegar allt kom til alls. „Allar leiðslur fyrir rafmagn, vatn og hita eru farnar. Það hefur ekkert vatn farið inn á ræktuð tún hjá mér en 400 metrar af flóðavarnargörðum eru farnir. Það vatnaði yfir þá sem stóðu svo þeir gætu verið skemmdir." Ólafur og fjölskylda sofa í Varmahlíð í nótt. Á morgun á hann von á jarðýtu til að styrkja varnargarða og ýta upp nýjum. „En ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði." svavar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. Flóðið sem braust undan Gígjökli í norðanverðum jöklinum í gærmorgun vann sig á tveimur klukkustundum niður farveg Markarfljóts og að þjóðvegi 1. Miklar líkur voru taldar á því að ný brú yfir fljótið myndi ekki þola átökin. Flóðin rénuðu hins vegar fyrr en ætlað var og starfsmaður verktakafyrirtækisins Suðurvers, sem vinnur að framkvæmdum við Landeyjahöfn, gróf fjórar rásir í veginn. Er það talið hafa bjargað brúnni. Landeyjahöfn var aldrei í hættu. Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að skemmdirnar séu því mun minni en óttast var. „Ég tel þó víst að skemmdirnar eftir daginn losi hundrað milljónir. Það er vel sloppið þar sem áætlanir viðlagatrygginga reikna með að gos sem þetta undir Eyjafjallajökli geti valdið skemmdum fyrir átján milljarða króna." Helstu skemmdirnar eru á þjóðveginum en einnig á vegi í átt að Þórsmörk. Grjótlager Suðurvers er umflotinn og óvíst hversu mikið af honum hefur tapast. Víðir segir að greinilegar skemmdir hafi orðið á flóðagörðum á öllu svæðinu, en sérstaklega næst Markarfljótsbrúnni. „Þetta eru gömul mannvirki en þau stóðu sig vel. Það er líka athyglisvert að gamla brúin yfir fljótið stendur en ástand hennar kemur ekki í ljós strax. Undirstöður hennar gætu hafa farið illa og þá gæti hún fallið." Brúin yfir Svaðbælisá stóðst þrýsting flóðsins sem kom úr sunnanverðum jöklinum, en til greina kom að grafa veginn í sundur til að hlífa henni líkt og gert var vestar á þjóðveginum. Víðir segir að þeir sem urðu fyrir mestu tjóni af þeim sem búa á svæðinu hafi verið bændur á Þorvaldseyri og Önundarhorni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist hafa sloppið vel þegar allt kom til alls. „Allar leiðslur fyrir rafmagn, vatn og hita eru farnar. Það hefur ekkert vatn farið inn á ræktuð tún hjá mér en 400 metrar af flóðavarnargörðum eru farnir. Það vatnaði yfir þá sem stóðu svo þeir gætu verið skemmdir." Ólafur og fjölskylda sofa í Varmahlíð í nótt. Á morgun á hann von á jarðýtu til að styrkja varnargarða og ýta upp nýjum. „En ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði." svavar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira