Chicago Bulls hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem tilkynnt verður að Vinny Del Negro hafi verið rekinn sem þjálfari félagsins.
Þessi tíðindi koma nákvæmlega ekkert á óvart enda hefur verið heitt undir Del Negro í allan vetur.
Ýmislegt hefur þess utan gengið á og meðal annars hafa verið birtar fréttir um handalögmál á milli Del Negro og stjórnenda félagsins.