Töpuðu miklu á Humac en réðu síðan forstjórann í lykilstöðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 18:30 Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir Apple umboðið af þrotabúinu Humac ehf. en hinn 10. ágúst síðastliðinn var tilkynnt um að skiptum á þrotabúinu væri lokið. Þannig komst Bjarni aftur yfir fyrirtækið en hann og fleiri hluthafar í Humac seldu hluti sína í því til Baugs Group á árinu 2007. Það var Íslandsbanki sem fékk kaupverðið að þessu sinni, alls 160 milljónir króna upp í veðkröfur sínar á hendur þrotabúinu en þær námu alls 974 milljónum króna. Íslandsbanki tapaði því 814 milljónum króna á lánveitingum til Humac - Apple umboðsins, en þetta er glatað fé. Á sama tíma og Íslandsbanki var að afskrifa 800 milljónir króna vegna lána til Humac var bankinn að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs, en sem sú varð fyrir valinu er Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er einmitt fyrrverandi forstjóri Humac. Tilkynnt var um ráðningu Sigríðar hinn 6. ágúst, aðeins fjórum dögum áður en það lá fyrir að Íslandsbanki þyrfti að afskrifa 800 milljónir vegna lána til Humac. Sigríður var forstjóri Humac og Humac á Norðurlöndunum frá 2007-2008. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er stödd erlendis en sagði í samtali við fréttastofu í dag að Sigríður hefði verið metin hæfust í starfið vegna mikillar reynslu sinnar og þekkingar á upplýsingatæknigeiranum. Þá hafi Íslandsbanka verið fullkunnugt um störf hennar hjá Humac og skuldir Humac við Íslandsbanka hafi ekki myndast „á hennar vakt í fyrirtækinu," eins og hún orðaði það. Birna sagði að þetta hefði jafnframt sérstaklega verið kannað áður en Sigríður var ráðin. Aðspurð hvort það væri eðlilegt að ráða fyrrverandi forstjóra fyrirtækis sem bankinn hefði tapað gríðarlegum fjármunum á lánveitingum til sagði Birna að í ljósi áðurnefndra atriða væri ekkert óeðlilegt við ráðninguna. Skroll-Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir Apple umboðið af þrotabúinu Humac ehf. en hinn 10. ágúst síðastliðinn var tilkynnt um að skiptum á þrotabúinu væri lokið. Þannig komst Bjarni aftur yfir fyrirtækið en hann og fleiri hluthafar í Humac seldu hluti sína í því til Baugs Group á árinu 2007. Það var Íslandsbanki sem fékk kaupverðið að þessu sinni, alls 160 milljónir króna upp í veðkröfur sínar á hendur þrotabúinu en þær námu alls 974 milljónum króna. Íslandsbanki tapaði því 814 milljónum króna á lánveitingum til Humac - Apple umboðsins, en þetta er glatað fé. Á sama tíma og Íslandsbanki var að afskrifa 800 milljónir króna vegna lána til Humac var bankinn að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs, en sem sú varð fyrir valinu er Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er einmitt fyrrverandi forstjóri Humac. Tilkynnt var um ráðningu Sigríðar hinn 6. ágúst, aðeins fjórum dögum áður en það lá fyrir að Íslandsbanki þyrfti að afskrifa 800 milljónir vegna lána til Humac. Sigríður var forstjóri Humac og Humac á Norðurlöndunum frá 2007-2008. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er stödd erlendis en sagði í samtali við fréttastofu í dag að Sigríður hefði verið metin hæfust í starfið vegna mikillar reynslu sinnar og þekkingar á upplýsingatæknigeiranum. Þá hafi Íslandsbanka verið fullkunnugt um störf hennar hjá Humac og skuldir Humac við Íslandsbanka hafi ekki myndast „á hennar vakt í fyrirtækinu," eins og hún orðaði það. Birna sagði að þetta hefði jafnframt sérstaklega verið kannað áður en Sigríður var ráðin. Aðspurð hvort það væri eðlilegt að ráða fyrrverandi forstjóra fyrirtækis sem bankinn hefði tapað gríðarlegum fjármunum á lánveitingum til sagði Birna að í ljósi áðurnefndra atriða væri ekkert óeðlilegt við ráðninguna.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent