Töpuðu miklu á Humac en réðu síðan forstjórann í lykilstöðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 18:30 Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir Apple umboðið af þrotabúinu Humac ehf. en hinn 10. ágúst síðastliðinn var tilkynnt um að skiptum á þrotabúinu væri lokið. Þannig komst Bjarni aftur yfir fyrirtækið en hann og fleiri hluthafar í Humac seldu hluti sína í því til Baugs Group á árinu 2007. Það var Íslandsbanki sem fékk kaupverðið að þessu sinni, alls 160 milljónir króna upp í veðkröfur sínar á hendur þrotabúinu en þær námu alls 974 milljónum króna. Íslandsbanki tapaði því 814 milljónum króna á lánveitingum til Humac - Apple umboðsins, en þetta er glatað fé. Á sama tíma og Íslandsbanki var að afskrifa 800 milljónir króna vegna lána til Humac var bankinn að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs, en sem sú varð fyrir valinu er Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er einmitt fyrrverandi forstjóri Humac. Tilkynnt var um ráðningu Sigríðar hinn 6. ágúst, aðeins fjórum dögum áður en það lá fyrir að Íslandsbanki þyrfti að afskrifa 800 milljónir vegna lána til Humac. Sigríður var forstjóri Humac og Humac á Norðurlöndunum frá 2007-2008. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er stödd erlendis en sagði í samtali við fréttastofu í dag að Sigríður hefði verið metin hæfust í starfið vegna mikillar reynslu sinnar og þekkingar á upplýsingatæknigeiranum. Þá hafi Íslandsbanka verið fullkunnugt um störf hennar hjá Humac og skuldir Humac við Íslandsbanka hafi ekki myndast „á hennar vakt í fyrirtækinu," eins og hún orðaði það. Birna sagði að þetta hefði jafnframt sérstaklega verið kannað áður en Sigríður var ráðin. Aðspurð hvort það væri eðlilegt að ráða fyrrverandi forstjóra fyrirtækis sem bankinn hefði tapað gríðarlegum fjármunum á lánveitingum til sagði Birna að í ljósi áðurnefndra atriða væri ekkert óeðlilegt við ráðninguna. Skroll-Viðskipti Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira
Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir Apple umboðið af þrotabúinu Humac ehf. en hinn 10. ágúst síðastliðinn var tilkynnt um að skiptum á þrotabúinu væri lokið. Þannig komst Bjarni aftur yfir fyrirtækið en hann og fleiri hluthafar í Humac seldu hluti sína í því til Baugs Group á árinu 2007. Það var Íslandsbanki sem fékk kaupverðið að þessu sinni, alls 160 milljónir króna upp í veðkröfur sínar á hendur þrotabúinu en þær námu alls 974 milljónum króna. Íslandsbanki tapaði því 814 milljónum króna á lánveitingum til Humac - Apple umboðsins, en þetta er glatað fé. Á sama tíma og Íslandsbanki var að afskrifa 800 milljónir króna vegna lána til Humac var bankinn að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs, en sem sú varð fyrir valinu er Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er einmitt fyrrverandi forstjóri Humac. Tilkynnt var um ráðningu Sigríðar hinn 6. ágúst, aðeins fjórum dögum áður en það lá fyrir að Íslandsbanki þyrfti að afskrifa 800 milljónir vegna lána til Humac. Sigríður var forstjóri Humac og Humac á Norðurlöndunum frá 2007-2008. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er stödd erlendis en sagði í samtali við fréttastofu í dag að Sigríður hefði verið metin hæfust í starfið vegna mikillar reynslu sinnar og þekkingar á upplýsingatæknigeiranum. Þá hafi Íslandsbanka verið fullkunnugt um störf hennar hjá Humac og skuldir Humac við Íslandsbanka hafi ekki myndast „á hennar vakt í fyrirtækinu," eins og hún orðaði það. Birna sagði að þetta hefði jafnframt sérstaklega verið kannað áður en Sigríður var ráðin. Aðspurð hvort það væri eðlilegt að ráða fyrrverandi forstjóra fyrirtækis sem bankinn hefði tapað gríðarlegum fjármunum á lánveitingum til sagði Birna að í ljósi áðurnefndra atriða væri ekkert óeðlilegt við ráðninguna.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira