Svisslendingurinn Christian Gross hefur verið látinn taka poka sinn hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart en liðið hefur byrjað tímabilið skelfilega og er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sigur í fyrstu sjö leikjum sínum.
„Eftir að hafa farið ítarlega yfir stöðu mála og frammistöðu liðsins þá var sú ákvörðun tekin að segja upp Christian Gross," sagði í tilkynningu frá þýska félaginu.
Jens Keller mun taka við liðinu tímabundið og mun stýra því í leiknum á móti Schalke um helgina.
Christian Gross er 56 ára gamall en hann var á sínum tíma stjóri Tottenham. Gross gerði tveggja ára samning við Stuttgart í júní en hann tók þá við liðinu af Markus Babbel.
Stuttgart búið að reka þjálfara sinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn


Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
