Lögmætisregla og verðtrygging Haukur Arnþórsson skrifar 22. ágúst 2011 11:00 Í flestum lýðræðisríkjum gildir sú meginregla að almenningur má gera allt sem ekki er bannað með lögum og að stjórnvöld mega einvörðungu gera það sem þeim er heimilað í lögum. Þessi nálgun er undirstaða lögmætisreglunnar sem er ein af undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar. Þessi regla er meðal annars túlkuð þannig að stjórnvöld mega ekki hefta athafnafrelsi almennings nema með lögum. Þá geta stjórnvöld ekki heldur tekið íþyngjandi ákvarðanir gagnvart almenningi nema fyrir liggi viðhlítandi lagaheimildir. Í aðalatriðum felur lögmætisreglan í sér að ákvarðanir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir. Þá þurfa þær einnig að eiga sér heimild í lögum. Ef misbrestur er á öðru hvoru getur ákvörðun verið ólögmæt eða að hana vanti lagastoð og er hún ógildanleg í báðum tilvikum. Reglan snýst um meðferð samfélagslegs valds. Uppspretta alls valds er hjá þjóðinni og stjórnkerfi landsins fer með það eftir ákveðnum reglum. Því er hlutað til þriggja megineininga; löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, sem hvert um sig hefur sín valdmörk. Mál Hagsmunasamtaka Heimilana Athugasemdir Hagsmunasamtaka Heimilanna við Umboðsmann Alþingis og fyrirspurn embættis hans til Seðlabankans virðast vísa til lögmætisreglunnar. Þannig virðist skoðað hvort reglugerð Seðlabankans um verðtryggingu veiti víðtækari verðtryggingarmöguleika en lagaheimildir standa til. Í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001 segir: „Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar … þar sem … áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar." Alþingi heimilar hér að verðbæta greiðslur, en ekki aðrar reikningsstærðir lánasamninga, sem er eins lítil íþynging og hægt er. Lengra gekk þingið ekki í heimildum sínum. Verðtryggingin var einmitt í upphafi framkvæmd með þessu móti eins og þeir muna sem tóku verðtryggð lán á fyrstu árum verðtryggingar. Höfuðstóll verðbættist þá ekki. Í 3. og 4. gr. reglugerðar Seðlabanka Íslands, reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 492 frá 2001, er hins vegar tæpitungulaust fjallað um uppfærslu höfuðstóls með verðbótum, sbr. 2. mgr. 4. gr.: „Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu … í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga." Ekki verður annað séð en að reglugerðin taki ákvarðanir sem eru að miklum mun meira íþyngjandi gagnvart almenningi en lagaheimildin stendur til, enda virðist uppfærsla höfuðstóls bera með sér að verðbæta megi þegar áfallnar verðbætur (vaxtavextir). Þá leiðir hún til breyttrar veðstöðu og þar með lakari eignastöðu almennings. Því virðist Seðlabankinn hafa farið út fyrir valdmörk sín og brotið lögmætisregluna. Samkvæmt Stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og í þessu tilviki er sá ráðherra sem undirritaði reglugerðina ábyrgur fyrir henni. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum og Alþingi getur ákært ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir í slíkum málum. Umfang málsins Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins og meginlínum, enda er það á byrjunarreit. Þó má reikna með því að ef reglugerð Seðlabankans gengur út fyrir lagaheimildir hafi fjármálastofnanir oftekið af almenningi og fyrirtækjum og ekki síður tekið verulega hærra veð í eignum en heimilt er, sem breytir eignahlut almennings við kaup og sölu eigna. Þá er einnig hugsanlegt að sami almenningur hafi fengið ofgreitt út af verðtryggðum innlánum sínum. Þannig gætu verulegar upphæðir átt með réttu að skipta um hendur. Stærðir og hlutföll í þessu máli liggja ekki fyrir. Sennilegt er að þeir sem hugsanlega munu bera skarðan hlut frá borði af þessum völdum, eigi einhvern rétt gagnvart íslenska ríkinu og jafnvel allan rétt. Þá skiptir höfuðmáli hvað sú krafa verður há. Flestar fjárkröfur koma sér illa fyrir ríkissjóð eins og horfir, en verulega há krafa vegna rangra stjórnvaldsákvarðana gæti reynst honum mjög skaðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í flestum lýðræðisríkjum gildir sú meginregla að almenningur má gera allt sem ekki er bannað með lögum og að stjórnvöld mega einvörðungu gera það sem þeim er heimilað í lögum. Þessi nálgun er undirstaða lögmætisreglunnar sem er ein af undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar. Þessi regla er meðal annars túlkuð þannig að stjórnvöld mega ekki hefta athafnafrelsi almennings nema með lögum. Þá geta stjórnvöld ekki heldur tekið íþyngjandi ákvarðanir gagnvart almenningi nema fyrir liggi viðhlítandi lagaheimildir. Í aðalatriðum felur lögmætisreglan í sér að ákvarðanir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir. Þá þurfa þær einnig að eiga sér heimild í lögum. Ef misbrestur er á öðru hvoru getur ákvörðun verið ólögmæt eða að hana vanti lagastoð og er hún ógildanleg í báðum tilvikum. Reglan snýst um meðferð samfélagslegs valds. Uppspretta alls valds er hjá þjóðinni og stjórnkerfi landsins fer með það eftir ákveðnum reglum. Því er hlutað til þriggja megineininga; löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, sem hvert um sig hefur sín valdmörk. Mál Hagsmunasamtaka Heimilana Athugasemdir Hagsmunasamtaka Heimilanna við Umboðsmann Alþingis og fyrirspurn embættis hans til Seðlabankans virðast vísa til lögmætisreglunnar. Þannig virðist skoðað hvort reglugerð Seðlabankans um verðtryggingu veiti víðtækari verðtryggingarmöguleika en lagaheimildir standa til. Í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001 segir: „Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar … þar sem … áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar." Alþingi heimilar hér að verðbæta greiðslur, en ekki aðrar reikningsstærðir lánasamninga, sem er eins lítil íþynging og hægt er. Lengra gekk þingið ekki í heimildum sínum. Verðtryggingin var einmitt í upphafi framkvæmd með þessu móti eins og þeir muna sem tóku verðtryggð lán á fyrstu árum verðtryggingar. Höfuðstóll verðbættist þá ekki. Í 3. og 4. gr. reglugerðar Seðlabanka Íslands, reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, nr. 492 frá 2001, er hins vegar tæpitungulaust fjallað um uppfærslu höfuðstóls með verðbótum, sbr. 2. mgr. 4. gr.: „Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu … í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga." Ekki verður annað séð en að reglugerðin taki ákvarðanir sem eru að miklum mun meira íþyngjandi gagnvart almenningi en lagaheimildin stendur til, enda virðist uppfærsla höfuðstóls bera með sér að verðbæta megi þegar áfallnar verðbætur (vaxtavextir). Þá leiðir hún til breyttrar veðstöðu og þar með lakari eignastöðu almennings. Því virðist Seðlabankinn hafa farið út fyrir valdmörk sín og brotið lögmætisregluna. Samkvæmt Stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og í þessu tilviki er sá ráðherra sem undirritaði reglugerðina ábyrgur fyrir henni. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum og Alþingi getur ákært ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir í slíkum málum. Umfang málsins Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins og meginlínum, enda er það á byrjunarreit. Þó má reikna með því að ef reglugerð Seðlabankans gengur út fyrir lagaheimildir hafi fjármálastofnanir oftekið af almenningi og fyrirtækjum og ekki síður tekið verulega hærra veð í eignum en heimilt er, sem breytir eignahlut almennings við kaup og sölu eigna. Þá er einnig hugsanlegt að sami almenningur hafi fengið ofgreitt út af verðtryggðum innlánum sínum. Þannig gætu verulegar upphæðir átt með réttu að skipta um hendur. Stærðir og hlutföll í þessu máli liggja ekki fyrir. Sennilegt er að þeir sem hugsanlega munu bera skarðan hlut frá borði af þessum völdum, eigi einhvern rétt gagnvart íslenska ríkinu og jafnvel allan rétt. Þá skiptir höfuðmáli hvað sú krafa verður há. Flestar fjárkröfur koma sér illa fyrir ríkissjóð eins og horfir, en verulega há krafa vegna rangra stjórnvaldsákvarðana gæti reynst honum mjög skaðleg.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun