KR bikarmeistari eftir 20 ára bið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2011 17:57 Mynd/Daníel KR varð í dag bikarmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn í 20 ár eftir sigur á Grindavík, 94-72, í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar. Eftir gríðarlegan jafnan og spennandi fyrri hálfleik sigu KR-ingar fram úr í þeim síðari, fyrst og fremst með góðri skotnýtingu og öflugum varnarleik. Grindavík náði sér aldrei á strik í síðari hálfleik og var sigur KR-inga í lítilli hættu. Pavel Ermolinskij fór mikinn fyrir KR og náði þrefaldri tvennu. Brynjar Þór Björnsson var þó stigahæstur með 23 stig en hann fór á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna í seinni hálfleik. Hjá Grindavík skoraði Kevin Sims átján stig og Ólafur Ólafsson sautján. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en alls skiptust liðin ellefu sinnum á því að vera í forystu. Erlendur leikmennirnir skoruðu fyrstu sautján stig Grindavíkur í leiknum en þá skoraði Ólafur Ólafsson þrist og kom Grindavík yfir, 20-17. KR-ingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og fór þar Pavel Ermolinskij fremstur í flokki en alls skoraði hann tólf stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 40-39, KR í vil, en þeir Ryan Pettinella, Kevin Sims og Ólafur Ólafsson fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga. Ómar Örn Sævarsson átti einnig góða innkomu og hirti nokkur góð fráköst - alls sex í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta fór fyrsta að skilja á milli liðanna og var því fyrst og fremst að þakka að KR-ingar settu niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Fyrst Skarphéðinn Ingason en svo kom Brynjar Þór Björnsson með tvo og var munurinn þar með orðinn tólf stig. Grindvíkingar voru að koma sér í ágæt færi inn á milli en skotnýting þeirra var ekki upp á sitt besta. Munurinn því tólf stig, 65-53, þegar þriðji leikhluti hófst og Pavel byrjaði þann fjórða á því að setja niður einn þrist til viðbótar og auka muninn í fimmtán stig. KR-ingar voru grimmir, bæði í vörn og sókn, og hleyptu Grindvíkingum aldrei nálægt sér eftir þetta. Brynjar Þór setti niður enn einn þristinn og jók muninn í nítján stig, 78-59, þegar um sex mínútur voru eftir. Það að féll flest með KR-ingum í síðari hálfleik en að sama skapi gekk lítið upp hjá þeim gulklæddu. Þeir hittu illa og áttu í erfiðleikum með sóknarleik KR-inga. Pavel átti enn einn stórleikinn fyrir KR-inga og náði þrefaldri tvennu í leiknum. Hann skoraði 21 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Brynjar Þór var drjúgur sem fyrr segir og þeir Marcus Walker, Fannar Ólafur og Hreggviður Magnússon skiluðu einnig sínu ásamt fleirum. Fannar fékk reyndar sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Eins og tölurnar bera með sér gekk fátt upp hjá Grindavík í síðari hálfleik og engum sem tókst að drífa liðið áfram þegar mest þurfti á að halda.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 21/11 fráköst/11 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 11/6 fráköst, Marcus Walker 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1.Grindavík: Kevin Sims 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst.. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
KR varð í dag bikarmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn í 20 ár eftir sigur á Grindavík, 94-72, í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar. Eftir gríðarlegan jafnan og spennandi fyrri hálfleik sigu KR-ingar fram úr í þeim síðari, fyrst og fremst með góðri skotnýtingu og öflugum varnarleik. Grindavík náði sér aldrei á strik í síðari hálfleik og var sigur KR-inga í lítilli hættu. Pavel Ermolinskij fór mikinn fyrir KR og náði þrefaldri tvennu. Brynjar Þór Björnsson var þó stigahæstur með 23 stig en hann fór á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna í seinni hálfleik. Hjá Grindavík skoraði Kevin Sims átján stig og Ólafur Ólafsson sautján. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en alls skiptust liðin ellefu sinnum á því að vera í forystu. Erlendur leikmennirnir skoruðu fyrstu sautján stig Grindavíkur í leiknum en þá skoraði Ólafur Ólafsson þrist og kom Grindavík yfir, 20-17. KR-ingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og fór þar Pavel Ermolinskij fremstur í flokki en alls skoraði hann tólf stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 40-39, KR í vil, en þeir Ryan Pettinella, Kevin Sims og Ólafur Ólafsson fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga. Ómar Örn Sævarsson átti einnig góða innkomu og hirti nokkur góð fráköst - alls sex í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta fór fyrsta að skilja á milli liðanna og var því fyrst og fremst að þakka að KR-ingar settu niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Fyrst Skarphéðinn Ingason en svo kom Brynjar Þór Björnsson með tvo og var munurinn þar með orðinn tólf stig. Grindvíkingar voru að koma sér í ágæt færi inn á milli en skotnýting þeirra var ekki upp á sitt besta. Munurinn því tólf stig, 65-53, þegar þriðji leikhluti hófst og Pavel byrjaði þann fjórða á því að setja niður einn þrist til viðbótar og auka muninn í fimmtán stig. KR-ingar voru grimmir, bæði í vörn og sókn, og hleyptu Grindvíkingum aldrei nálægt sér eftir þetta. Brynjar Þór setti niður enn einn þristinn og jók muninn í nítján stig, 78-59, þegar um sex mínútur voru eftir. Það að féll flest með KR-ingum í síðari hálfleik en að sama skapi gekk lítið upp hjá þeim gulklæddu. Þeir hittu illa og áttu í erfiðleikum með sóknarleik KR-inga. Pavel átti enn einn stórleikinn fyrir KR-inga og náði þrefaldri tvennu í leiknum. Hann skoraði 21 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Brynjar Þór var drjúgur sem fyrr segir og þeir Marcus Walker, Fannar Ólafur og Hreggviður Magnússon skiluðu einnig sínu ásamt fleirum. Fannar fékk reyndar sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Eins og tölurnar bera með sér gekk fátt upp hjá Grindavík í síðari hálfleik og engum sem tókst að drífa liðið áfram þegar mest þurfti á að halda.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 21/11 fráköst/11 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 11/6 fráköst, Marcus Walker 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1.Grindavík: Kevin Sims 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst..
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira