Útilokar ekki að höfða skaðabótamál 26. febrúar 2011 12:13 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. Icesave reikningar Landsbankans voru stofnaði í Bretlandi árið 2006 og í Hollandi í maí árið 2008 aðeins fimm mánuðum fyrir hrun. Á þessum tíma náði bankinn að safna rúmum þrettán hundruð milljörðum króna í formi innlána. Í nýrri skýrslu Deloite í Lundúnum sem unnin var fyrir slitastjórn Landsbankans er meðal annars ítarleg greining á því í hvað innistæður á Icesavereikningunum voru notaðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru innistæðurnar að mestu notaðar til að endurfjármögnunar á lánum bankans og til útlána til viðskiptavina í Bretlandi. Í skýrslunni koma ekki fram ásakanir um að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi. Almennt er talið að kostnaður íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave samkomulagsins verði um fimmtíu milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé hlutverk skilanefndar Landsbankans að ná til baka verðmætum sem gætu lækkað kostnað almennings vegna Icesave. Hann útilokar ekki að stjórnendur og eigendur Landsbankans verði sóttir til saka vegna málsins. „Sá þáttur sem að ríkinu gæti snúið er fyrst og fremst ef skattamál tengjast við þetta og ef að hugsanlega kæmu upp spurningin um skaðabætur. Við að sjálfsögðu munum fylgjast með því og erum með nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir möguleikana í þeim efnum ef þeir koma upp," segir Steingrímur. En er það ekki að þínu mati réttlætismál að þjóðin fái einhverja tilfinningu fyrir því að þeir menn sem báru ábyrgð á þessum reikningum að þeir svari til saka hvað það varðar? „Jú enda mikil ósköp enda eru öll þessi mál hjá sérstökum saksókanra. Við skulum ekki gleyma því að öll þessi mál eru þar undir. Það er verið að rannsaka alla stóru bankana þrjá og við verðum að treysta því að það sem er saknæmt fari sína leið í kerfinu og menn verði látnir axla ábyrgð eftir því sem lög og reglur og efni standa til," segir Steingrímur að lokum. Icesave Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. Icesave reikningar Landsbankans voru stofnaði í Bretlandi árið 2006 og í Hollandi í maí árið 2008 aðeins fimm mánuðum fyrir hrun. Á þessum tíma náði bankinn að safna rúmum þrettán hundruð milljörðum króna í formi innlána. Í nýrri skýrslu Deloite í Lundúnum sem unnin var fyrir slitastjórn Landsbankans er meðal annars ítarleg greining á því í hvað innistæður á Icesavereikningunum voru notaðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru innistæðurnar að mestu notaðar til að endurfjármögnunar á lánum bankans og til útlána til viðskiptavina í Bretlandi. Í skýrslunni koma ekki fram ásakanir um að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi. Almennt er talið að kostnaður íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave samkomulagsins verði um fimmtíu milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé hlutverk skilanefndar Landsbankans að ná til baka verðmætum sem gætu lækkað kostnað almennings vegna Icesave. Hann útilokar ekki að stjórnendur og eigendur Landsbankans verði sóttir til saka vegna málsins. „Sá þáttur sem að ríkinu gæti snúið er fyrst og fremst ef skattamál tengjast við þetta og ef að hugsanlega kæmu upp spurningin um skaðabætur. Við að sjálfsögðu munum fylgjast með því og erum með nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir möguleikana í þeim efnum ef þeir koma upp," segir Steingrímur. En er það ekki að þínu mati réttlætismál að þjóðin fái einhverja tilfinningu fyrir því að þeir menn sem báru ábyrgð á þessum reikningum að þeir svari til saka hvað það varðar? „Jú enda mikil ósköp enda eru öll þessi mál hjá sérstökum saksókanra. Við skulum ekki gleyma því að öll þessi mál eru þar undir. Það er verið að rannsaka alla stóru bankana þrjá og við verðum að treysta því að það sem er saknæmt fari sína leið í kerfinu og menn verði látnir axla ábyrgð eftir því sem lög og reglur og efni standa til," segir Steingrímur að lokum.
Icesave Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira