Bæði LA Lakers og Miami Heat voru á sigurbraut í nótt þegar deildarkeppni NBA-deildarinnar hófst á ný eftir stjörnuleikjarhléið.
Miami vann auðveldan sigur á Sacramento og Lakers lenti að sama skapi ekki í neinum vandræðum með Atlanta.
Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers og Shannon Brown kom næstur með 15.
Miami var að vinna sinn 11 sigur í 12 leikjum. Heat er nú 42-15 sem er metjöfnun hjá félaginu eftir 57 leiki.
LeBron James skoraði 31 stig, Dwyane Wade var með 23 og Chris Bosh 22.
Úrslit:
Charlotte-Toronto 111-101
Waashington-Indiana 96-113
Detroit-Houston 100-108
Miami-Sacramento 117-97
Milwaukee-Minnesota 94-88
Oklahoma-LA Clippers 111-88
Denver-Memphis 120-107
Golden State-Boston 93-115
LA Lakers-Atlanta 104-80
