Íhugaði að segja af sér - biður um yfirvegaða umræðu um Icesave 21. febrúar 2011 20:24 Steingrímur J. Sigfússon. „Ég sagði það við hann [forseta Íslands innskt.blms.] að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í einkasamtal sem hann eða Jóhanna Sigurðardóttir, áttu við Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að forsetinn synjaði staðfestingar á Icesavelögunum á síðasta ári. Þáttarspyrill Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, vitnaði í orð forsetans í Silfri Egils fyrir viku síðan þar sem hann sagði ákvörðunina fyrir ári síðan þungbæra þar sem afsögnum og stjórnarslitum hefði verið hótað. Steingrímur sagðist ekki tjá sig um einkasamtöl sín við forsetann þar sem hann taldi þau vera í trúnaði. Hann sagðist þó ekki hafa litið svo á að hann hefði hótað afsögn. En eftir að hafa íhugað stöðu sína í tvo daga sagðist hann hafa komist að þeirra niðurstöðu að hann hefði þá hlaupið í burtu á versta tíma. Hann hefði lofað að draga vagninn og það myndi hann gera áfram. Steingrímu sagði jafnframt í viðtalinu að nýji Icesave-samningurinn stæði enn á milli þjóðanna en beðið væri frekari viðbragða frá Hollendingum og Bretum. Aðspurður sagði hann fyrstu viðbrögð Bretar vera undrun og vonbrigði. Þá ekki síst vegna þess að ferill málsins hefði verið þverpólitískur og breið samstaða hefði náðst á þingi um samþykkt samningsins, eða um 70 prósent. Steingrímur vildi ekki fara efnisilega í rökræður við forsetann um ákvörðun sína. Honum þótti hinsvegar rök hans varðandi tæp úrslit um að vísa frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á þinginu áður en frumvarpið var samþykkt, hæpin. Hann spurði hvort álit meirihlutans ætti ekki að vega þyngra. Núna kallar Steingrímur eftir yfirvegaðari og ábyrgri umræðu um málið. Hann segir Breta og Hollendinga ólíklega til þess að setjast aftur að samningaborðinu verði samningurinn felldur. Þá verður dómstólaleiðin ein fær með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Að lokum hvatti Steingrímur þjóðina til þess að horfa í spegil. „Hvernig sjáum við okkur sjálf í samfélagi þjóðanna um komandi ár? Í hverju eru hagsmunir okkar fólgnir?“ spurði Steingrímur sem sagði þetta meðal þeirra spurninga sem hver og einn þyrfti að svara. Icesave Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
„Ég sagði það við hann [forseta Íslands innskt.blms.] að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í einkasamtal sem hann eða Jóhanna Sigurðardóttir, áttu við Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að forsetinn synjaði staðfestingar á Icesavelögunum á síðasta ári. Þáttarspyrill Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, vitnaði í orð forsetans í Silfri Egils fyrir viku síðan þar sem hann sagði ákvörðunina fyrir ári síðan þungbæra þar sem afsögnum og stjórnarslitum hefði verið hótað. Steingrímur sagðist ekki tjá sig um einkasamtöl sín við forsetann þar sem hann taldi þau vera í trúnaði. Hann sagðist þó ekki hafa litið svo á að hann hefði hótað afsögn. En eftir að hafa íhugað stöðu sína í tvo daga sagðist hann hafa komist að þeirra niðurstöðu að hann hefði þá hlaupið í burtu á versta tíma. Hann hefði lofað að draga vagninn og það myndi hann gera áfram. Steingrímu sagði jafnframt í viðtalinu að nýji Icesave-samningurinn stæði enn á milli þjóðanna en beðið væri frekari viðbragða frá Hollendingum og Bretum. Aðspurður sagði hann fyrstu viðbrögð Bretar vera undrun og vonbrigði. Þá ekki síst vegna þess að ferill málsins hefði verið þverpólitískur og breið samstaða hefði náðst á þingi um samþykkt samningsins, eða um 70 prósent. Steingrímur vildi ekki fara efnisilega í rökræður við forsetann um ákvörðun sína. Honum þótti hinsvegar rök hans varðandi tæp úrslit um að vísa frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á þinginu áður en frumvarpið var samþykkt, hæpin. Hann spurði hvort álit meirihlutans ætti ekki að vega þyngra. Núna kallar Steingrímur eftir yfirvegaðari og ábyrgri umræðu um málið. Hann segir Breta og Hollendinga ólíklega til þess að setjast aftur að samningaborðinu verði samningurinn felldur. Þá verður dómstólaleiðin ein fær með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Að lokum hvatti Steingrímur þjóðina til þess að horfa í spegil. „Hvernig sjáum við okkur sjálf í samfélagi þjóðanna um komandi ár? Í hverju eru hagsmunir okkar fólgnir?“ spurði Steingrímur sem sagði þetta meðal þeirra spurninga sem hver og einn þyrfti að svara.
Icesave Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira