Grönkjær: Abramovich kom stundum inn í klefa en sagði ekki orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2011 23:45 Jesper Gronkjær á æfingu með FCK fyrir Chelsea-leikinn á morgun. Mynd/Nordic Photos/Getty Jesper Grönkjær verður í sviðsljósinu með FC Kaupamannahöfn í Meistaradeildinni á morgun en liðið mætir þá hans gömlu félögum í Chelsea í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Grönkjær skoraði á sínum tíma gríðarlega mikilvægt mark fyrir Chelsea á lokadegi 2002-2003 tímabilsins en hann tryggði liðinu þá sigur á Liverpool og jafnframt sæti í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich var á þessum tíma að leita sér að ensku félagi til að kaupa og sagan segir að hann hafi verið að velja á milli Chelsea og Tottenham. Sex vikum eftir að Gronkjær hafði skotið Chelsea inn í Meistaradeildina var Roman búinn að kaupa félagið. „Við vissum allir um hvað við vorum að spila í þessum leik. Ég veit ekki hvort Abramovich hefði keypt Chelsea ef ég hefði ekki skorað þetta mark en það er allavega ljóst að Meistaradeildin gerði félagið mun fýsilegra," sagði Grönkjær. „Það hefði samt enginn getað ímyndað sér hversu mikla peninga hann kom með inn í félagið. Það bjóst enginn við svona miklum breytingum og svona miklum peningum," sagði Grönkjær. „Við sáum Abramovich við og við þetta fyrsta tímabil. Hann kom stundum inn í búningsklefann án þess að segja orð. Ég vissi ekki einu sinni hvort að hann talaði ensku eða skildi eitthvað sem við vorum að segja," sagði Grönkjær. Grönkjær fór frá Chelsea árið eftir og spilaði með Birmingham, Atletico Madrid og Stuttgart áður en hann fór heim til Danmerkur. „Við vitum að það býst enginn við því að við komust áfram en ef við getum náð góðum úrslitum í Kaupamannhöfn þá eigum við möguleika," sagði Grönkjær um viðureignirnar á móti Chelsea. „Chelsea mun vinna Meistaradeildina einhvern daginn en það er ekki nóg að hafa gott lið því þú þarft líka að hafa heppnina með sér," sagði Grönkjær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Sport Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Jesper Grönkjær verður í sviðsljósinu með FC Kaupamannahöfn í Meistaradeildinni á morgun en liðið mætir þá hans gömlu félögum í Chelsea í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Grönkjær skoraði á sínum tíma gríðarlega mikilvægt mark fyrir Chelsea á lokadegi 2002-2003 tímabilsins en hann tryggði liðinu þá sigur á Liverpool og jafnframt sæti í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich var á þessum tíma að leita sér að ensku félagi til að kaupa og sagan segir að hann hafi verið að velja á milli Chelsea og Tottenham. Sex vikum eftir að Gronkjær hafði skotið Chelsea inn í Meistaradeildina var Roman búinn að kaupa félagið. „Við vissum allir um hvað við vorum að spila í þessum leik. Ég veit ekki hvort Abramovich hefði keypt Chelsea ef ég hefði ekki skorað þetta mark en það er allavega ljóst að Meistaradeildin gerði félagið mun fýsilegra," sagði Grönkjær. „Það hefði samt enginn getað ímyndað sér hversu mikla peninga hann kom með inn í félagið. Það bjóst enginn við svona miklum breytingum og svona miklum peningum," sagði Grönkjær. „Við sáum Abramovich við og við þetta fyrsta tímabil. Hann kom stundum inn í búningsklefann án þess að segja orð. Ég vissi ekki einu sinni hvort að hann talaði ensku eða skildi eitthvað sem við vorum að segja," sagði Grönkjær. Grönkjær fór frá Chelsea árið eftir og spilaði með Birmingham, Atletico Madrid og Stuttgart áður en hann fór heim til Danmerkur. „Við vitum að það býst enginn við því að við komust áfram en ef við getum náð góðum úrslitum í Kaupamannhöfn þá eigum við möguleika," sagði Grönkjær um viðureignirnar á móti Chelsea. „Chelsea mun vinna Meistaradeildina einhvern daginn en það er ekki nóg að hafa gott lið því þú þarft líka að hafa heppnina með sér," sagði Grönkjær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Sport Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira