Vilja fresta aðildarviðræðum vegna Icesave Andri Ólafsson skrifar 21. febrúar 2011 18:42 Hollenskir þingmenn vilja að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði frestað ef Íslendingar fella Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fréttir af því að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa vakið hörð viðbrögð margra þingmanna á hollenska Þinginu. Einn þeirra er Mark Harbers, þingmaður frjálslyndra, sem er stærsti flokkurinn á þinginu en flokkurinn leiðir minnihlutastjórnina sem nú er við völd í Hollandi. „Já, ég get vel skilið að þetta sé eins og fiskbein í hálsi Íslendinga en þeir skuldbundu sig til að endurgreiða peningana. Í hita kreppunnar 2008 fengu Íslendingar líka stór lán frá AGS og þau voru veitt með því skilyrði að Íslendingar borguðu þessar skuldir. Nú liggur fyrir góður samningur, vaxtaprósentan hefur lækkað, þeir fá 30 ár til að greiða þetta. Svo ég segi: Nú ættu Íslendingar, svona einu sinni, að segja já." Og ef það gerist ekki, hvað þá? „Íslendingar vilja ganga í Evrópusambandið. Ég held að þeir muni vita að það sé betra að vera í ESB á krepputímum eins og hafa verið síðustu ár. Ef ég fæ einhverju ráðið mun Holland koma í veg fyrir það ef þeir borga ekki skuldir sínar. AGS hefur einnig krafist þess að þessi skuld verði greidd svo þetta getur líka haft áhrif á þau lán sem Íslendingar fengu frá AGS." Jolande Sap er formaður vinstri grænna sem eiga 10 sæti á þingi Hún segir að ef Íslendingar fella Icesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eigi að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið á bið. „Þetta er ekki hótun heldur niðurstaða. Þetta er samningur sem við teljum að eigi að standa við. Það er mjög sanngjörn tillaga sem lögð hefur verið fyrir Íslendinga. Þeir höfðu nokkuð til síns máls í fyrra skiptið, vextirnir voru háir, en nú hafa þeir lækkað verulega og við höfum náð sanngjarnri niðurstöðu. Ef þeir eru ekki sammála þessu hefur það sínar afleiðingar," segir Jolande. Icesave Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Hollenskir þingmenn vilja að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði frestað ef Íslendingar fella Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fréttir af því að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa vakið hörð viðbrögð margra þingmanna á hollenska Þinginu. Einn þeirra er Mark Harbers, þingmaður frjálslyndra, sem er stærsti flokkurinn á þinginu en flokkurinn leiðir minnihlutastjórnina sem nú er við völd í Hollandi. „Já, ég get vel skilið að þetta sé eins og fiskbein í hálsi Íslendinga en þeir skuldbundu sig til að endurgreiða peningana. Í hita kreppunnar 2008 fengu Íslendingar líka stór lán frá AGS og þau voru veitt með því skilyrði að Íslendingar borguðu þessar skuldir. Nú liggur fyrir góður samningur, vaxtaprósentan hefur lækkað, þeir fá 30 ár til að greiða þetta. Svo ég segi: Nú ættu Íslendingar, svona einu sinni, að segja já." Og ef það gerist ekki, hvað þá? „Íslendingar vilja ganga í Evrópusambandið. Ég held að þeir muni vita að það sé betra að vera í ESB á krepputímum eins og hafa verið síðustu ár. Ef ég fæ einhverju ráðið mun Holland koma í veg fyrir það ef þeir borga ekki skuldir sínar. AGS hefur einnig krafist þess að þessi skuld verði greidd svo þetta getur líka haft áhrif á þau lán sem Íslendingar fengu frá AGS." Jolande Sap er formaður vinstri grænna sem eiga 10 sæti á þingi Hún segir að ef Íslendingar fella Icesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eigi að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið á bið. „Þetta er ekki hótun heldur niðurstaða. Þetta er samningur sem við teljum að eigi að standa við. Það er mjög sanngjörn tillaga sem lögð hefur verið fyrir Íslendinga. Þeir höfðu nokkuð til síns máls í fyrra skiptið, vextirnir voru háir, en nú hafa þeir lækkað verulega og við höfum náð sanngjarnri niðurstöðu. Ef þeir eru ekki sammála þessu hefur það sínar afleiðingar," segir Jolande.
Icesave Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira