Tottenham hélt hreinu og komst áfram í 8-liða úrslit Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 9. mars 2011 21:31 William Gallas bjargar hér á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið. Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Gestirnir frá Mílanó voru sterkari aðilinn í fyrri háfleik og heimamenn voru stálheppnir að fá ekki á sig mark. Brasilíumaðurinn Robinho fékk frábært færi á lokamínútu leiksins en skot hans fór rétt yfir markið. Þetta var ekki eina færið sem Robinho fékk í leiknum – og reyndar fékk hann bestu færin. Á 25. mínútu bjargaði William Gallas á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið og boltinn breytti um stefnu á Sandro. Pato var nálægt því að skora á 77. mínútu en skot hans fór í hliðarnetið. Harry Redknapp knattspyrnustjói Tottenham tók ekki þá áhættu að setja Gareth Bale í byrjunarliðið en hann kom inn á í síðari hálfleik. Rafael van der Vaart byrjaði hjá Tottenham en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Sóknarleikur Tottenham var alls ekki eins og þeir eru vanir að bjóða stuðningsmönnum sínum uppá – og marktækifæri liðsins voru sárafá. AC Milan stillti upp sókndjörfu liði en Pato, Robinho og Zlatan Ibrahimovic voru allir í byrjunarliðinu. Zlatan var langt frá sínu besta en Robinho fékk tvö bestu færin, og Pato lét einnig að sér kveða. Barcelona frá Spáni og Shaktar Donetzk frá Úkraínu eru einnig komin í 8-liða úrslit keppninnar. Á þriðjudaginn í næstu viku mætast Manchester United frá Englandi og Marseille frá Frakklandi. Bayern München frá Þýskalandi tekur á móti Inter en ítalska liðið hefur titil að verja.Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Sandro, Pienaar, Van der Vaart, Crouch. Subs: Cudicini, Hutton, Bale, Jenas, Pavlyuchenko, Defoe, King.AC Milan: Abbiati, Abate, Thiago Silva, Nesta, Jankulovski, Boateng, Flamini, Seedorf, Robinho, Ibrahimovic, Alexandre Pato. Subs: Amelia, Strasser, Papastathopoulos, Oddo, Merkel, Yepes, Antonini. Dómari: Frank De Bleeckere (Belgíu) Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Gestirnir frá Mílanó voru sterkari aðilinn í fyrri háfleik og heimamenn voru stálheppnir að fá ekki á sig mark. Brasilíumaðurinn Robinho fékk frábært færi á lokamínútu leiksins en skot hans fór rétt yfir markið. Þetta var ekki eina færið sem Robinho fékk í leiknum – og reyndar fékk hann bestu færin. Á 25. mínútu bjargaði William Gallas á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið og boltinn breytti um stefnu á Sandro. Pato var nálægt því að skora á 77. mínútu en skot hans fór í hliðarnetið. Harry Redknapp knattspyrnustjói Tottenham tók ekki þá áhættu að setja Gareth Bale í byrjunarliðið en hann kom inn á í síðari hálfleik. Rafael van der Vaart byrjaði hjá Tottenham en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Sóknarleikur Tottenham var alls ekki eins og þeir eru vanir að bjóða stuðningsmönnum sínum uppá – og marktækifæri liðsins voru sárafá. AC Milan stillti upp sókndjörfu liði en Pato, Robinho og Zlatan Ibrahimovic voru allir í byrjunarliðinu. Zlatan var langt frá sínu besta en Robinho fékk tvö bestu færin, og Pato lét einnig að sér kveða. Barcelona frá Spáni og Shaktar Donetzk frá Úkraínu eru einnig komin í 8-liða úrslit keppninnar. Á þriðjudaginn í næstu viku mætast Manchester United frá Englandi og Marseille frá Frakklandi. Bayern München frá Þýskalandi tekur á móti Inter en ítalska liðið hefur titil að verja.Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Sandro, Pienaar, Van der Vaart, Crouch. Subs: Cudicini, Hutton, Bale, Jenas, Pavlyuchenko, Defoe, King.AC Milan: Abbiati, Abate, Thiago Silva, Nesta, Jankulovski, Boateng, Flamini, Seedorf, Robinho, Ibrahimovic, Alexandre Pato. Subs: Amelia, Strasser, Papastathopoulos, Oddo, Merkel, Yepes, Antonini. Dómari: Frank De Bleeckere (Belgíu)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira