Glæsilegur sigur hjá Íslandi gegn Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 9. mars 2011 15:59 Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Vilhelm Strákarnir okkar unnu frábæran sigur, 36-31, á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2011 og hreinlega varð að vinnast. Strákarnir okkar sýndu sparihliðarnar í kvöld og það var hrein unun að fylgjast með leik liðsins. Fyrri hálfleikur var hreint stórbrotinn hjá strákunum en þá keyrðu þeir Þjóðverjana gjörsamlega í kaf. Björgvin Páll varði 14 skot í hálfleiknum, Guðjón Valur skoraði 8 mörk í öllum regnbogans litum og Aron var einnig magnaður með 6 mörk. Þjóðverjar áttu engin svör við frábærum leik íslenska liðsins og staðan í leikhléi 21-14. Strákarnir pössuðu upp á að gefa ekkert eftir í síðari hálfleik. Juku við forskotið í upphafi en um miðjan hálfleik fóru Þjóðverjar að saxa á forskotið sem var mest níu mörk. Þegar Þjóðverjar náðu að minnka muninn í fjögur mörk, 27-23, sögðu strákarnir hingað og ekki lengra. Gáfu aftur í og skildu Þjóðverjana eftir í hæfilegri fjarlægð. Þeir þurfa að endurtaka leikinn næsta sunnudag er liðin mætast á nýjan leik og að þessu sinni í Þýskalandi. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og má sjá lýsinguna hér að neðan. Ísland-Þýskaland 36-31 (21-14) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 12 (13), Aron Pálmarsson 8 (11), Ólafur Stefánsson 7/3 (10/4), Alexander Petersson 3 (4), Róbert Gunnarsson 3 (4), Sverre Jakobsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Arnór Atlason 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 23/2 (54/3) 43%.Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón 6, Róbert, Ingimundur, Sverre).Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Ólafur, Aron).Utan vallar: 10 mín.Mörk Þýskalands (skot): Mimi Kraus 5 (11/1), Christian Sprenger 4 (6), Lars Kaufmann 4 (6), Uwe Gensheimer 3/1 (7/2), Dominik Klein 3 (4), Sebastian Preiss 3 (3), Michael Haass 3 (4), Adrian Pfahl 2 (6), Steffen Weinhold 2 (4), Pascal Hens 1 (2), Patrick Groetzki 1 (3).Varin skot: Silvio Heinevetter 7 (28/2) 25%, Carsten Lichtlein 2 (17/2) 12%.Hraðaupphlaup: 2 (Sprenger, Kraus).Fiskuð víti: 3 (Pfahl, Heinl, Weinhold)Utan vallar: 12 mín Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Strákarnir okkar unnu frábæran sigur, 36-31, á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2011 og hreinlega varð að vinnast. Strákarnir okkar sýndu sparihliðarnar í kvöld og það var hrein unun að fylgjast með leik liðsins. Fyrri hálfleikur var hreint stórbrotinn hjá strákunum en þá keyrðu þeir Þjóðverjana gjörsamlega í kaf. Björgvin Páll varði 14 skot í hálfleiknum, Guðjón Valur skoraði 8 mörk í öllum regnbogans litum og Aron var einnig magnaður með 6 mörk. Þjóðverjar áttu engin svör við frábærum leik íslenska liðsins og staðan í leikhléi 21-14. Strákarnir pössuðu upp á að gefa ekkert eftir í síðari hálfleik. Juku við forskotið í upphafi en um miðjan hálfleik fóru Þjóðverjar að saxa á forskotið sem var mest níu mörk. Þegar Þjóðverjar náðu að minnka muninn í fjögur mörk, 27-23, sögðu strákarnir hingað og ekki lengra. Gáfu aftur í og skildu Þjóðverjana eftir í hæfilegri fjarlægð. Þeir þurfa að endurtaka leikinn næsta sunnudag er liðin mætast á nýjan leik og að þessu sinni í Þýskalandi. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og má sjá lýsinguna hér að neðan. Ísland-Þýskaland 36-31 (21-14) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 12 (13), Aron Pálmarsson 8 (11), Ólafur Stefánsson 7/3 (10/4), Alexander Petersson 3 (4), Róbert Gunnarsson 3 (4), Sverre Jakobsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Arnór Atlason 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 23/2 (54/3) 43%.Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón 6, Róbert, Ingimundur, Sverre).Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Ólafur, Aron).Utan vallar: 10 mín.Mörk Þýskalands (skot): Mimi Kraus 5 (11/1), Christian Sprenger 4 (6), Lars Kaufmann 4 (6), Uwe Gensheimer 3/1 (7/2), Dominik Klein 3 (4), Sebastian Preiss 3 (3), Michael Haass 3 (4), Adrian Pfahl 2 (6), Steffen Weinhold 2 (4), Pascal Hens 1 (2), Patrick Groetzki 1 (3).Varin skot: Silvio Heinevetter 7 (28/2) 25%, Carsten Lichtlein 2 (17/2) 12%.Hraðaupphlaup: 2 (Sprenger, Kraus).Fiskuð víti: 3 (Pfahl, Heinl, Weinhold)Utan vallar: 12 mín
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira