Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins er mikill aðdáandi Gareth Bale hjá Tottenham og Ítalinn fór fögrum orðum um hann í viðtali við Sky Sports. Hinn 21 árs gamli Wales-maður er að stíga upp úr meiðslum og vonast til að geta spilað á móti AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld.
„Gareth Bale er besti leikmaðurinn í heimi í dag. Hann er sá eini í sinni stöðu sem getur gert gæfumuninn í leikjum. Hann hefur hraða, tækni og styrk og það er erfitt að finna alla þá hæfileika hjá mönnum sem eru ekki framherjar," sagði Capello.
„Bale kemur allt öðruvísi út úr vörninni heldur en hinn dæmigerði bakvörður. Hann keyrir upp völlinn og þegar hann nálgast markið þá keyrir hann inn á völlinn og nær ótrúlega nákvæmum skotum," sagði Capello.
„Bale minnir mig á Roberto Carlos sem var fæddur vinstri bakvörður en þroskaðist vel bæði andlega og leikfræðilega. Carlos hafði mikinn sprengikraft og er sá eini sem kemst nálægt Bale," sagði Capello.
Fabio Capello: Bale er sá besti í heimi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
