Matthew Lynn: Charlie Sheen gæti kennt Wall Street lexíu 8. mars 2011 14:39 Það tekur flesta í heiminum alla ævina að safna 2 milljónum fylgjenda á Twitter. Samt sem áður tók það Charlie Sheen innan við viku að gera slíkt. Þannig hefst grein Matthew Lynn, eins af þekktustu greinarhöfundum á Bloomberg fréttaveitunni, undir fyrirsögninni: Charlie Sheen gæti kennt Wall Street lexíu. Lynn rifjar upp síðustu vikur í lífi Sheen og þar á meðal ákvörðun CBS að reka stjörnuna og hætta við framleiðsluna á þáttunum Two and a Half Men. „Það sem er heillandi við allan þennan farsa er ekki opinbert dramað hjá Sheen," segir Lynn. „Það er hvernig hann hefur sýnt meistaratakta í nútíma fjölmiðlakynningu og hvernig hluthafar á Wall Street, sem voru fyrrum vinnuveitendur hans, haft látið hann leika algerlega á sig." Lynn segir að stórfyrirtæki vilji að stjörnur þeirra séu eins og klipptar út úr einhverju fyrirmyndar úthverfi frá sjötta áratugnum. Frá Kate Moss, til Tiger Woods til Charlie Sheen hafa auglýsendur tekið til fótanna um leið og einhver vísbending um ósæmilega hegðun kemur í ljós. „Ef við höfum lært eitthvað á síðasta áratug er það að almenningur, eða neytendur, eru mun viljugri til að fyrirgefa. Í rauninni verðum við því hugfangnari eftir því sem hegðun stjarnanna fer meira úr böndunum. Það borgar sig að vera slæmur og helst léttgeggjaður líka," segir Lynn. Lynn segir að á því augnabliki sem hann skrifaði grein sín var Charlie Sheen að senda uppfærðar fregnir á Twitter frá „Sober Valley Lodge". Önnur „gyðjan" hans Rachel var að yfirgefa bygginguna. Hann lætur alla fylgjendur sína á Twitter fylgjast nákvæmlega með þróun mála. Lynn segir að Charlie Sheen sé nú orðinn stærra nafn en hann var nokkurn tíman í sögunni. Lynn furðar sig á því að hluthafar CBS hafi ekki þegar tekið sig til og rekið stjórn CBS eins og hún leggur sig. Sennilega þurfi CBS að ráða stjörnuna aftur og þá á helmingi hærra kaupi en áður. Ef CBS gerir það ekki mun einhver annar slá til. „CBS virðist ekki ná þessu. Né Wall Street. Frægð er nauðsynlegasta hráefnið í afþreyingariðnaðinum," segir Lynn. „Þessir menn ættu að gera sér grein fyrir því að Sheen, jafnvel með flösku af bourbon í annarri hendinni og klámstjörnu í hinni, veit mun meira en þeir um afþreyingariðnaðinn." Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Það tekur flesta í heiminum alla ævina að safna 2 milljónum fylgjenda á Twitter. Samt sem áður tók það Charlie Sheen innan við viku að gera slíkt. Þannig hefst grein Matthew Lynn, eins af þekktustu greinarhöfundum á Bloomberg fréttaveitunni, undir fyrirsögninni: Charlie Sheen gæti kennt Wall Street lexíu. Lynn rifjar upp síðustu vikur í lífi Sheen og þar á meðal ákvörðun CBS að reka stjörnuna og hætta við framleiðsluna á þáttunum Two and a Half Men. „Það sem er heillandi við allan þennan farsa er ekki opinbert dramað hjá Sheen," segir Lynn. „Það er hvernig hann hefur sýnt meistaratakta í nútíma fjölmiðlakynningu og hvernig hluthafar á Wall Street, sem voru fyrrum vinnuveitendur hans, haft látið hann leika algerlega á sig." Lynn segir að stórfyrirtæki vilji að stjörnur þeirra séu eins og klipptar út úr einhverju fyrirmyndar úthverfi frá sjötta áratugnum. Frá Kate Moss, til Tiger Woods til Charlie Sheen hafa auglýsendur tekið til fótanna um leið og einhver vísbending um ósæmilega hegðun kemur í ljós. „Ef við höfum lært eitthvað á síðasta áratug er það að almenningur, eða neytendur, eru mun viljugri til að fyrirgefa. Í rauninni verðum við því hugfangnari eftir því sem hegðun stjarnanna fer meira úr böndunum. Það borgar sig að vera slæmur og helst léttgeggjaður líka," segir Lynn. Lynn segir að á því augnabliki sem hann skrifaði grein sín var Charlie Sheen að senda uppfærðar fregnir á Twitter frá „Sober Valley Lodge". Önnur „gyðjan" hans Rachel var að yfirgefa bygginguna. Hann lætur alla fylgjendur sína á Twitter fylgjast nákvæmlega með þróun mála. Lynn segir að Charlie Sheen sé nú orðinn stærra nafn en hann var nokkurn tíman í sögunni. Lynn furðar sig á því að hluthafar CBS hafi ekki þegar tekið sig til og rekið stjórn CBS eins og hún leggur sig. Sennilega þurfi CBS að ráða stjörnuna aftur og þá á helmingi hærra kaupi en áður. Ef CBS gerir það ekki mun einhver annar slá til. „CBS virðist ekki ná þessu. Né Wall Street. Frægð er nauðsynlegasta hráefnið í afþreyingariðnaðinum," segir Lynn. „Þessir menn ættu að gera sér grein fyrir því að Sheen, jafnvel með flösku af bourbon í annarri hendinni og klámstjörnu í hinni, veit mun meira en þeir um afþreyingariðnaðinn."
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent