NBA í nótt: Melo og Stoudemire öflugir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2011 09:00 Anthony og Stoudemire taka því rólega á bekknum í fjórða leikhluta í nótt. Mynd/AP Carmelo Anthony og Amare Stoudemire skoruðu samanlagt tæplega helming stiga New York í sigri liðsins á Utah, 131-109, í NBA-deildinni í nótt. Anthony skoraði 34 stig og Stoudemire 31 en þeir eru báðir meðal stigahæstu leikmanna deildarinnar allrar. Anthony gekk nýverið til liðs við New York frá Denver. Þeir voru frábærir í nótt og hittu samtals úr 24 af 31 skoti sínu. Báðir hvíldu allan fjórða leikhluta en Stoudemire fékk ekki einu sinni að klára þriðja leikhluta. Þetta var í fyrsta sinn sem Anthony skorar meira en 30 stig í leik fyrir New York. Chauncey Billups, sem einnig kom til New York frá Denver fyrir stuttu, spilaði ekki með vegna meiðsla í nótt en Toney Douglas skoraði 20 stig í hans fjarveru. New York er í sjötta sæti Austurdeildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sjö ár. Það horfir því til betri tíðar hjá þessu sögufræga liði. Al Jefferson skoraði 36 stig fyrir Utah og tók tólf fráköst þar að auki. Liðið er nú í tíunda sæti Vesturdeildarinnar og virðist vera að missa af lestinni nú þegar lítið er eftir af deildakeppninni. Portland vann Orlando, 89-85. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig fyrir Portland og Andre Miller fimmtán. Dwight Howard var í leikbanni og lék því ekki með Orlando í nótt. Chicago vann New Orleans, 85-77. Derrick Rose skoraði 24 stig fyrir Chicago en Chris Paul gat ekki spilað með New Orleans þar sem hann fékk heilahristing í leik með liðinu í gærnótt. LA Clippers vann Charlotte, 92-87. Blake Griffin skoraði sautján stig og tók fimmtán fráköst fyrir Clippers. Memphis vann Oklahoma City, 107-101. Mike Conley og Tony Allen skoruðu 20 stig hvor og Marc Gasol var með átján fyrir Memphis. Dallas vann Minnesota, 108-105. Dirk Nowitzky skoraði 25 stig fyrir Dallas. Houston vann Sacramento, 123-101. Chase Budinger skoraði 20 stig fyrir Houston og Kyle Lowry nítján auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst. NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Carmelo Anthony og Amare Stoudemire skoruðu samanlagt tæplega helming stiga New York í sigri liðsins á Utah, 131-109, í NBA-deildinni í nótt. Anthony skoraði 34 stig og Stoudemire 31 en þeir eru báðir meðal stigahæstu leikmanna deildarinnar allrar. Anthony gekk nýverið til liðs við New York frá Denver. Þeir voru frábærir í nótt og hittu samtals úr 24 af 31 skoti sínu. Báðir hvíldu allan fjórða leikhluta en Stoudemire fékk ekki einu sinni að klára þriðja leikhluta. Þetta var í fyrsta sinn sem Anthony skorar meira en 30 stig í leik fyrir New York. Chauncey Billups, sem einnig kom til New York frá Denver fyrir stuttu, spilaði ekki með vegna meiðsla í nótt en Toney Douglas skoraði 20 stig í hans fjarveru. New York er í sjötta sæti Austurdeildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sjö ár. Það horfir því til betri tíðar hjá þessu sögufræga liði. Al Jefferson skoraði 36 stig fyrir Utah og tók tólf fráköst þar að auki. Liðið er nú í tíunda sæti Vesturdeildarinnar og virðist vera að missa af lestinni nú þegar lítið er eftir af deildakeppninni. Portland vann Orlando, 89-85. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig fyrir Portland og Andre Miller fimmtán. Dwight Howard var í leikbanni og lék því ekki með Orlando í nótt. Chicago vann New Orleans, 85-77. Derrick Rose skoraði 24 stig fyrir Chicago en Chris Paul gat ekki spilað með New Orleans þar sem hann fékk heilahristing í leik með liðinu í gærnótt. LA Clippers vann Charlotte, 92-87. Blake Griffin skoraði sautján stig og tók fimmtán fráköst fyrir Clippers. Memphis vann Oklahoma City, 107-101. Mike Conley og Tony Allen skoruðu 20 stig hvor og Marc Gasol var með átján fyrir Memphis. Dallas vann Minnesota, 108-105. Dirk Nowitzky skoraði 25 stig fyrir Dallas. Houston vann Sacramento, 123-101. Chase Budinger skoraði 20 stig fyrir Houston og Kyle Lowry nítján auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst.
NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira