Breytingar til góðs í skólum borgarinnar Jón Gnarr skrifar 5. mars 2011 11:07 Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skóla- og frístundamálum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til samreksturs skóla og frístundaheimila er tímamótavinna. Verkefni hópsins er hluti af hagræðingarvinnu borgaryfirvalda til framtíðar. Breytingarnar sem nú eru kynntar eru ekki tímabundnar skyndilausnir og reddingar, heldur uppbyggilegar breytingar, hugsaðar til þess að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð. Hópurinn horfði á heildarþjónustu við börn og unglinga, óháð stofnunum og sviðum. Það er hagur barnanna sem hafður er að leiðarljósi. Við erum að reyna að spara en um leið að standa vörð um starfið með börnunum. Þess vegna erum við að reyna að nýta húsnæði betur, ekki síst fyrir þessi fjölmörgu leikskólabörn sem við þurfum pláss fyrir næsta haust. Með því að endurskipuleggja frístundaheimilin og skólahúsnæðið þá eigum við leikskólapláss fyrir á fjórða hundrað börn sem væntanleg eru í leikskólana í lok sumars. Með breytingu á skipulagi skólastarfs getum við líka slegið á frest nýbyggingum upp á rúma tvo milljarða á næstu fjórum árum. Við eigum mjög gott skólakerfi og mikil verðmæti í faglegu starfi. Húsnæði er annað. Segjum sem svo að það væri ekkert skólakerfi í Reykjavík og að við fengjum það verkefni að byggja það algjörlega upp frá grunni. Myndum við þá byggja 40 skóla og 100 leikskóla? Ég held ekki. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfirstjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Næsta haust er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar. Venjulega fáum við 1.500 ný börn í leikskólana á haustin en nú verða þau nítján hundruð. Samnýting húsnæðis leikskóla og grunnskóla skapar mörg tækifæri til þróunar á samfellu skólastiganna, svo ekki sé minnst á samspil við frístundastarf. Í þess konar samstarfi gætu ólíkar fagstéttir, leikskólakennarar og frístundafræðingar skipulagt saman skóladag yngstu barnanna. Einnig skiptir gríðarlegu máli að langflest börn halda áfram í sínum leik- og grunnskóla og ættu ekki að verða vör við neinar breytingar. Ég hef sjálfur reynslu af sameiningu leikskóla sonar míns, Tjarnaborgar og Öldukots. Faglegt starf á leikskólanum er jafngott og áður. Foreldrar eru ánægðir. Ég ber sama traust til starfsfólks og ég gerði fyrir sameininguna og sonur minn er jafnánægður með leikskólann sinn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á menntamálum til að kynna sér skýrslu starfshópsins. Hana er að finna ásamt öllum nánari upplýsingum á sérstökum vef menntasviðs: www.rvk.is/skoliogfristund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skóla- og frístundamálum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til samreksturs skóla og frístundaheimila er tímamótavinna. Verkefni hópsins er hluti af hagræðingarvinnu borgaryfirvalda til framtíðar. Breytingarnar sem nú eru kynntar eru ekki tímabundnar skyndilausnir og reddingar, heldur uppbyggilegar breytingar, hugsaðar til þess að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð. Hópurinn horfði á heildarþjónustu við börn og unglinga, óháð stofnunum og sviðum. Það er hagur barnanna sem hafður er að leiðarljósi. Við erum að reyna að spara en um leið að standa vörð um starfið með börnunum. Þess vegna erum við að reyna að nýta húsnæði betur, ekki síst fyrir þessi fjölmörgu leikskólabörn sem við þurfum pláss fyrir næsta haust. Með því að endurskipuleggja frístundaheimilin og skólahúsnæðið þá eigum við leikskólapláss fyrir á fjórða hundrað börn sem væntanleg eru í leikskólana í lok sumars. Með breytingu á skipulagi skólastarfs getum við líka slegið á frest nýbyggingum upp á rúma tvo milljarða á næstu fjórum árum. Við eigum mjög gott skólakerfi og mikil verðmæti í faglegu starfi. Húsnæði er annað. Segjum sem svo að það væri ekkert skólakerfi í Reykjavík og að við fengjum það verkefni að byggja það algjörlega upp frá grunni. Myndum við þá byggja 40 skóla og 100 leikskóla? Ég held ekki. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfirstjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Næsta haust er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar. Venjulega fáum við 1.500 ný börn í leikskólana á haustin en nú verða þau nítján hundruð. Samnýting húsnæðis leikskóla og grunnskóla skapar mörg tækifæri til þróunar á samfellu skólastiganna, svo ekki sé minnst á samspil við frístundastarf. Í þess konar samstarfi gætu ólíkar fagstéttir, leikskólakennarar og frístundafræðingar skipulagt saman skóladag yngstu barnanna. Einnig skiptir gríðarlegu máli að langflest börn halda áfram í sínum leik- og grunnskóla og ættu ekki að verða vör við neinar breytingar. Ég hef sjálfur reynslu af sameiningu leikskóla sonar míns, Tjarnaborgar og Öldukots. Faglegt starf á leikskólanum er jafngott og áður. Foreldrar eru ánægðir. Ég ber sama traust til starfsfólks og ég gerði fyrir sameininguna og sonur minn er jafnánægður með leikskólann sinn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á menntamálum til að kynna sér skýrslu starfshópsins. Hana er að finna ásamt öllum nánari upplýsingum á sérstökum vef menntasviðs: www.rvk.is/skoliogfristund
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun