NBA: San Antonio vann 30 stiga sigur á Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2011 11:00 Mynd/AP San Antonio Spurs fór illa með stjörnurnar í Miami Heat í 125-95 sigri í NBA-deildinni í nótt og sýndi enn á ný að það er engin tilviljun að Spurs-liðið er með besta árangurinn í deildinni. Chicago Bulls vann Orlando, Boston og Lakers unnu sína leiki en New York Knicks tapaði hinsvegar fyrir Cleveland í annað skiptið á stuttum tíma. Manu Ginobili skoraði 20 stig og Tony Parker (15 stig og 8 stoðsendingar) snéri óvænt aftur eftir meiðsli þegar San Antonio Spurs vann 125-95 heimasigur á Miami Heat. San Antonio hefur nú unnið 51 af 62 leikjum vetrarins en liðið var komið með 24 stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Matt Bonner hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum og skoraði 18 stig. LeBron James skoraði 26 stig (8 fráköst, 7 stoðsendingar) fyrir Miami og Dwyane Wade var með 19 stig. Þetta var þriðja tap liðsins í röð og ennfremur fjórða tapið í síðustu fimm leikjum. Þetta var stærsta tap liðsins á tímabilinu en átta leikmenn skoruðu yfir tíu stig hjá Spurs og liðið setti nýtt félagsmet með því að skora 17 þriggja stiga körfur. „Þeir yfirspiluðu okkur. Það er voða lítið hægt að segja meira um þetta," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. „Þetta var eitt af þessum kvöldum þegar allt gengur upp. Það gerist ekki oft og ég er viss um að við eigum ekki að hitta úr svona mörgum þriggja stiga skotum fyrr en kannski á næsta tímabili," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio.Mynd/APDerrick Rose var með 24 stig og Luol Deng bætti við 16 stigum þegar Chicago Bulls vann 89-81 útisigur á Orlando Magic en þetta var áttundi sigur Chicago í síðustu tíu leikjum. Chicago hefur nú náð Miami-liðinu í baráttunni um 2. sætið í Austurdeildinni og liðin mætast síðan á sunnudaginn. Dwight Howard var með 20 stig og 10 fráköst hjá Orlando en þeir Jason Richardson og Brandon Bass skoruðu báðir 16 stig. Baron Davis lék sinn fyrsta leik með Cleveland og hjálpaði liðinu að enda 26 leikja taphrinu á útivelli með því að vinna 119-115 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Davis var með 18 stig og 5 stoðsendingar á 26 mínútum af bekknum. J.J. Hickson var stigahæstur hjá Cavaliers með 23 stig og Luke Harangody skoraði 18 stig. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 29 stig. Anthony hefur tapað þremur leikjum í New York-búningnum þar af tveimur þeirra ámóti lélegasta liði deildarinnar.Mynd/APKevin Durant lét ekki slæman ökkla stoppa sig þegar hann var með 29 stig í 111-104 útisigri Oklahoma City Thunder á Atlanta Hawks. Russell Westbrook var með 28 stig og 9 stoðsendingar en hjá Atlanta var Joe Johnson með 24 stig og Kirk Hinrich skoraði 21 stig. Brook Lopez skoraði 25 stig þegar New Jersey Nets endaði sex leikja taphrinu með því að vinna 116-103 sigur á Toronto Raptors í London í fyrsta deildarleiknum sem er spilaður í Evrópu. Deron Williams var með 16 stig og 11 stoðsendingar fyrir Nets en hjá Toronto var DeMar DeRozan stigahæstur með 30 stig og Andrea Bargnani skoraði 23 stig. Ray Allen og Paul Pierce skoruðu báðir 27 stig þegar Boston Celtics vann 107-103 heimasigur á Golden State Warriors. Jeff Green var með 21 stig og Rajon Rondo gaf 16 stoðsendingar. Monta Ellis skoraði 28 af 41 stigi sínu í seinni hálfleik og David Lee var með 26 stig og 12 fráköst.Mynd/APAndre Iguodala var með þrennu (22 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst) þegar Philadelphia 76ers vann 111-100 sigur á Minnesota Timberwolves. Elton Brand var með 21 stig fyrir Philadelphia en réð lítið við Kevin Love sem náði sinni 49. tvennu í röð með því að skora 21 stig og taka 23 fráköst. Þetta var tíundi tröllatvennuleikur Love (20 og 20) á tímabilinu. Kobe Bryant skoraði 27 stig þegar Los Angeles Lakers vann 92-84 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var sjötti sigur Lakers-liðsins í röð eftir Stjörnuleikinn. Pau Gasol var með 20 stig og 10 fráköst fyrir Lakers en D.J. Augustin skoraði mest fyrir Charlotte eða 22 stig. Chris Paul var með 23 stig og 14 stoðsendingar þegar New Orleans Hornets vann 98-91 útisigur á Memphis Grizzlies. Dirk Nowitzki var með 29 stig og Jason Terry skoraði 21 stig þegar Dallas Mavericks vann 116-108 sigur á Indiana Pacers. Channing Frye skoraði 20 stig fyrir Phoenix Suns sem vann 102-88 sigur á Milwaukee Bucks eftir að hafa skorað 19 stig í röð í þriðja leikhlutanum. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 116-103 Orlando Magic-Chicago Bulls 81-89 Philadelphia 76ers-Minnesota Timberwolves 111-100 Atlanta Hawks-Oklahoma City Thunder 104-111 Boston Celtics-Golden State Warriors 107-103 New York Knicks-Cleveland Cavaliers 115-119 Memphis Grizzlies-New Orleans Hornets 91-98 Dallas Mavericks-Indiana Pacers 116-108 Milwaukee Bucks-Phoenix Suns 88-102 San Antonio Spurs-Miami Heat 125-95 Los Angeles Lakers-Charlotte Bobcats 92-84 NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
San Antonio Spurs fór illa með stjörnurnar í Miami Heat í 125-95 sigri í NBA-deildinni í nótt og sýndi enn á ný að það er engin tilviljun að Spurs-liðið er með besta árangurinn í deildinni. Chicago Bulls vann Orlando, Boston og Lakers unnu sína leiki en New York Knicks tapaði hinsvegar fyrir Cleveland í annað skiptið á stuttum tíma. Manu Ginobili skoraði 20 stig og Tony Parker (15 stig og 8 stoðsendingar) snéri óvænt aftur eftir meiðsli þegar San Antonio Spurs vann 125-95 heimasigur á Miami Heat. San Antonio hefur nú unnið 51 af 62 leikjum vetrarins en liðið var komið með 24 stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Matt Bonner hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum og skoraði 18 stig. LeBron James skoraði 26 stig (8 fráköst, 7 stoðsendingar) fyrir Miami og Dwyane Wade var með 19 stig. Þetta var þriðja tap liðsins í röð og ennfremur fjórða tapið í síðustu fimm leikjum. Þetta var stærsta tap liðsins á tímabilinu en átta leikmenn skoruðu yfir tíu stig hjá Spurs og liðið setti nýtt félagsmet með því að skora 17 þriggja stiga körfur. „Þeir yfirspiluðu okkur. Það er voða lítið hægt að segja meira um þetta," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. „Þetta var eitt af þessum kvöldum þegar allt gengur upp. Það gerist ekki oft og ég er viss um að við eigum ekki að hitta úr svona mörgum þriggja stiga skotum fyrr en kannski á næsta tímabili," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio.Mynd/APDerrick Rose var með 24 stig og Luol Deng bætti við 16 stigum þegar Chicago Bulls vann 89-81 útisigur á Orlando Magic en þetta var áttundi sigur Chicago í síðustu tíu leikjum. Chicago hefur nú náð Miami-liðinu í baráttunni um 2. sætið í Austurdeildinni og liðin mætast síðan á sunnudaginn. Dwight Howard var með 20 stig og 10 fráköst hjá Orlando en þeir Jason Richardson og Brandon Bass skoruðu báðir 16 stig. Baron Davis lék sinn fyrsta leik með Cleveland og hjálpaði liðinu að enda 26 leikja taphrinu á útivelli með því að vinna 119-115 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Davis var með 18 stig og 5 stoðsendingar á 26 mínútum af bekknum. J.J. Hickson var stigahæstur hjá Cavaliers með 23 stig og Luke Harangody skoraði 18 stig. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 29 stig. Anthony hefur tapað þremur leikjum í New York-búningnum þar af tveimur þeirra ámóti lélegasta liði deildarinnar.Mynd/APKevin Durant lét ekki slæman ökkla stoppa sig þegar hann var með 29 stig í 111-104 útisigri Oklahoma City Thunder á Atlanta Hawks. Russell Westbrook var með 28 stig og 9 stoðsendingar en hjá Atlanta var Joe Johnson með 24 stig og Kirk Hinrich skoraði 21 stig. Brook Lopez skoraði 25 stig þegar New Jersey Nets endaði sex leikja taphrinu með því að vinna 116-103 sigur á Toronto Raptors í London í fyrsta deildarleiknum sem er spilaður í Evrópu. Deron Williams var með 16 stig og 11 stoðsendingar fyrir Nets en hjá Toronto var DeMar DeRozan stigahæstur með 30 stig og Andrea Bargnani skoraði 23 stig. Ray Allen og Paul Pierce skoruðu báðir 27 stig þegar Boston Celtics vann 107-103 heimasigur á Golden State Warriors. Jeff Green var með 21 stig og Rajon Rondo gaf 16 stoðsendingar. Monta Ellis skoraði 28 af 41 stigi sínu í seinni hálfleik og David Lee var með 26 stig og 12 fráköst.Mynd/APAndre Iguodala var með þrennu (22 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst) þegar Philadelphia 76ers vann 111-100 sigur á Minnesota Timberwolves. Elton Brand var með 21 stig fyrir Philadelphia en réð lítið við Kevin Love sem náði sinni 49. tvennu í röð með því að skora 21 stig og taka 23 fráköst. Þetta var tíundi tröllatvennuleikur Love (20 og 20) á tímabilinu. Kobe Bryant skoraði 27 stig þegar Los Angeles Lakers vann 92-84 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var sjötti sigur Lakers-liðsins í röð eftir Stjörnuleikinn. Pau Gasol var með 20 stig og 10 fráköst fyrir Lakers en D.J. Augustin skoraði mest fyrir Charlotte eða 22 stig. Chris Paul var með 23 stig og 14 stoðsendingar þegar New Orleans Hornets vann 98-91 útisigur á Memphis Grizzlies. Dirk Nowitzki var með 29 stig og Jason Terry skoraði 21 stig þegar Dallas Mavericks vann 116-108 sigur á Indiana Pacers. Channing Frye skoraði 20 stig fyrir Phoenix Suns sem vann 102-88 sigur á Milwaukee Bucks eftir að hafa skorað 19 stig í röð í þriðja leikhlutanum. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 116-103 Orlando Magic-Chicago Bulls 81-89 Philadelphia 76ers-Minnesota Timberwolves 111-100 Atlanta Hawks-Oklahoma City Thunder 104-111 Boston Celtics-Golden State Warriors 107-103 New York Knicks-Cleveland Cavaliers 115-119 Memphis Grizzlies-New Orleans Hornets 91-98 Dallas Mavericks-Indiana Pacers 116-108 Milwaukee Bucks-Phoenix Suns 88-102 San Antonio Spurs-Miami Heat 125-95 Los Angeles Lakers-Charlotte Bobcats 92-84
NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira