Hundatemjarinn og leikstjórnandinn Michael Vick, sem er einn umdeildasti íþróttamaður Bandaríkjanna, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Philadelphia Eagles.
Ernirnir frá Philadelphia eru ekki að taka of mikla áhættu með Vick því hann skrifaði aðeins undir eins árs samning.
Vick sló í gegn hjá félaginu á síðustu leiktíð og var af mörgum talinn leika best allra í NFL-deildinni.
Hann hafði þá ekki spilað í tvö ár þar sem hann var í fangelsi fyrir hundaat og fleira.
Vick framlengdi við Eagles
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
