Telur núll krónur lenda á ríkinu ef dómsmál verða hagstæð Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. mars 2011 18:24 Icesave-samninganefndin telur varlega áætlað að 32 milljarðar króna gætu lent á ríkissjóði vegna nýrra samninga samkvæmt nýju mati, en áður var þessi fjárhæð talin 47 milljarðar. Þá telur nefndin að ekkert lendi á ríkinu ef tvö mál sem nú eru rekin fyrir dómstólum verði ríkissjóði í hag. Á kynningarfundi í fjármálaráðuneytinu í dag fór samninganefndin yfir breyttar forsendur um endurheimtur í þrotabú Landsbankans, en samtímis fundinum var slitastjórn Landsbankans að funda með kröfuhöfum í Lundúnum. Samsetning eigna þrotabúsins hefur nú breyst þannig að hærra hlutfall þeirra er nú í reiðufé og verðtryggðu skuldabréfi sem Landsbankinn gaf út, samtals um 677 milljarðar króna en þessi upphæð var 615 milljarðar í uppgjöri sem kynnt var í fyrra.Ágreiningur um heildsöluinnlán gæti skipt sköpum Miðað við breyttar forsendur áætlar samninganefndin nú að 32 milljarðar króna lendi á ríkissjóði. „Þegar við reiknuðum þetta út, að 32 milljarðar gætu lent á ríkissjóði á næstu fimm árum, þá tókum við ekki með í reikninginn jákvæð áhrif af tveimur lagalegum atriðum," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í samninganefndinni. Annars vegar mun Tryggingarsjóður innistæðueigenda reyna á forgang sinn til greiðslna úr þrotabúinu umfram aðra innistæðutryggingarsjóði, en þessi túlkun hefur verið kennd við Ragnar Hall. Og hins vegar er rekið mál vegna svokallaðra heildsöluinnlána fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en fjárhæð þeirra krafna nemur 147 milljörðum króna. Slitastjórn Landsbankans féllst á forgang þeirra, en almennir kröfuhafar reyndu að hnekkja þeirri afstöðu fyrir dómstólum. „Ef það verður niðurstaðan að heildsöluinnlánin séu ekki forgangskröfur þá lækkar kröfumassinn, þessar 1.320 milljarðar í bú Landsbankans, sem því nemur og þ.a.l hækkar upphæðin til þeirra sem eru eftir og við vitum að ríkið er með meira en helminginn af þeim ávinningi þannig að þá geta menn reiknað það út sjálfir að ekki verður mikill kostnaður eftir sem lendir á ríkissjóði," segir Jóhannes Karl.Höftin verða að vera áfram nema tryggt sé að afnám þeirra þýði ekki gengishrap Eins og áður hefur komið fram lýtur helsta áhætta vegna nýrra samninga að genginu. Fram kom hjá samninganefndinni í dag að færa mætti rök fyrir því að viðhalda þyrfti gjaldeyrishöftunum svo forsendur kostnaðar vegna nýrra samninga héldu, en aðeins að því gefnu að afnám haftanna þýddi lækkun gengis, sem skiptar skoðanir eru um. En má fullyrða að ekki lendi króna á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna hinna nýju ef fyrrgreindu dómsmálin tvö feli í sér jákvæða niðurstöðu? „Ef að forsendur um gengisbreytingar halda, þ.e ef gengið verður svipað og það er núna, þá má fullyrða það, já," segir Lárus Blöndal, sem situr í samninganefndinni. thorbjorn@stod2.is Icesave Tengdar fréttir Frumvarpið í pósti á öll heimili Innanríkisráðuneytið hefur ekki ákveðið hvernig staðið verður að kynningarmálum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin 9. apríl. 1. mars 2011 04:00 Endurheimtur komnar í 89% af Icesaveskuldinni Skilanefnd Landsbankans fundaði í dag með kröfuhöfum í búi bankans í Lundúnum og kynnti nýtt mat á virði eigna búsins. Í ljósi nýja matsins hefur samninganefnd Íslands vegna Icesave-samninganna endurnýjað útreikninga sína á kostnaði ríkissjóðs vegna samninganna í ljósi nýs mats skilanefndar Landsbanka Íslands á heimtum eigna bús bankans. Jafnframt hefur verið tekið tillit til nokkurra annarra staðreynda sem hafa áhrif á tölulega framsetningu á kostnaði ríkissjóðs. 2. mars 2011 15:30 Innheimtur upp í Icesave aukast um 19 milljarða Skilanefnd Landsbankans telur að 1175 milljarðar muni endurheimtast upp í Icesave skuldina. Þetta er 37 milljörðum meira en áður var áætlað. Þar með aukast tekjur tryggingarsjóðs innistæðueigenda um 19 milljarða kr. 2. mars 2011 15:23 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Icesave-samninganefndin telur varlega áætlað að 32 milljarðar króna gætu lent á ríkissjóði vegna nýrra samninga samkvæmt nýju mati, en áður var þessi fjárhæð talin 47 milljarðar. Þá telur nefndin að ekkert lendi á ríkinu ef tvö mál sem nú eru rekin fyrir dómstólum verði ríkissjóði í hag. Á kynningarfundi í fjármálaráðuneytinu í dag fór samninganefndin yfir breyttar forsendur um endurheimtur í þrotabú Landsbankans, en samtímis fundinum var slitastjórn Landsbankans að funda með kröfuhöfum í Lundúnum. Samsetning eigna þrotabúsins hefur nú breyst þannig að hærra hlutfall þeirra er nú í reiðufé og verðtryggðu skuldabréfi sem Landsbankinn gaf út, samtals um 677 milljarðar króna en þessi upphæð var 615 milljarðar í uppgjöri sem kynnt var í fyrra.Ágreiningur um heildsöluinnlán gæti skipt sköpum Miðað við breyttar forsendur áætlar samninganefndin nú að 32 milljarðar króna lendi á ríkissjóði. „Þegar við reiknuðum þetta út, að 32 milljarðar gætu lent á ríkissjóði á næstu fimm árum, þá tókum við ekki með í reikninginn jákvæð áhrif af tveimur lagalegum atriðum," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í samninganefndinni. Annars vegar mun Tryggingarsjóður innistæðueigenda reyna á forgang sinn til greiðslna úr þrotabúinu umfram aðra innistæðutryggingarsjóði, en þessi túlkun hefur verið kennd við Ragnar Hall. Og hins vegar er rekið mál vegna svokallaðra heildsöluinnlána fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en fjárhæð þeirra krafna nemur 147 milljörðum króna. Slitastjórn Landsbankans féllst á forgang þeirra, en almennir kröfuhafar reyndu að hnekkja þeirri afstöðu fyrir dómstólum. „Ef það verður niðurstaðan að heildsöluinnlánin séu ekki forgangskröfur þá lækkar kröfumassinn, þessar 1.320 milljarðar í bú Landsbankans, sem því nemur og þ.a.l hækkar upphæðin til þeirra sem eru eftir og við vitum að ríkið er með meira en helminginn af þeim ávinningi þannig að þá geta menn reiknað það út sjálfir að ekki verður mikill kostnaður eftir sem lendir á ríkissjóði," segir Jóhannes Karl.Höftin verða að vera áfram nema tryggt sé að afnám þeirra þýði ekki gengishrap Eins og áður hefur komið fram lýtur helsta áhætta vegna nýrra samninga að genginu. Fram kom hjá samninganefndinni í dag að færa mætti rök fyrir því að viðhalda þyrfti gjaldeyrishöftunum svo forsendur kostnaðar vegna nýrra samninga héldu, en aðeins að því gefnu að afnám haftanna þýddi lækkun gengis, sem skiptar skoðanir eru um. En má fullyrða að ekki lendi króna á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna hinna nýju ef fyrrgreindu dómsmálin tvö feli í sér jákvæða niðurstöðu? „Ef að forsendur um gengisbreytingar halda, þ.e ef gengið verður svipað og það er núna, þá má fullyrða það, já," segir Lárus Blöndal, sem situr í samninganefndinni. thorbjorn@stod2.is
Icesave Tengdar fréttir Frumvarpið í pósti á öll heimili Innanríkisráðuneytið hefur ekki ákveðið hvernig staðið verður að kynningarmálum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin 9. apríl. 1. mars 2011 04:00 Endurheimtur komnar í 89% af Icesaveskuldinni Skilanefnd Landsbankans fundaði í dag með kröfuhöfum í búi bankans í Lundúnum og kynnti nýtt mat á virði eigna búsins. Í ljósi nýja matsins hefur samninganefnd Íslands vegna Icesave-samninganna endurnýjað útreikninga sína á kostnaði ríkissjóðs vegna samninganna í ljósi nýs mats skilanefndar Landsbanka Íslands á heimtum eigna bús bankans. Jafnframt hefur verið tekið tillit til nokkurra annarra staðreynda sem hafa áhrif á tölulega framsetningu á kostnaði ríkissjóðs. 2. mars 2011 15:30 Innheimtur upp í Icesave aukast um 19 milljarða Skilanefnd Landsbankans telur að 1175 milljarðar muni endurheimtast upp í Icesave skuldina. Þetta er 37 milljörðum meira en áður var áætlað. Þar með aukast tekjur tryggingarsjóðs innistæðueigenda um 19 milljarða kr. 2. mars 2011 15:23 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Frumvarpið í pósti á öll heimili Innanríkisráðuneytið hefur ekki ákveðið hvernig staðið verður að kynningarmálum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin 9. apríl. 1. mars 2011 04:00
Endurheimtur komnar í 89% af Icesaveskuldinni Skilanefnd Landsbankans fundaði í dag með kröfuhöfum í búi bankans í Lundúnum og kynnti nýtt mat á virði eigna búsins. Í ljósi nýja matsins hefur samninganefnd Íslands vegna Icesave-samninganna endurnýjað útreikninga sína á kostnaði ríkissjóðs vegna samninganna í ljósi nýs mats skilanefndar Landsbanka Íslands á heimtum eigna bús bankans. Jafnframt hefur verið tekið tillit til nokkurra annarra staðreynda sem hafa áhrif á tölulega framsetningu á kostnaði ríkissjóðs. 2. mars 2011 15:30
Innheimtur upp í Icesave aukast um 19 milljarða Skilanefnd Landsbankans telur að 1175 milljarðar muni endurheimtast upp í Icesave skuldina. Þetta er 37 milljörðum meira en áður var áætlað. Þar með aukast tekjur tryggingarsjóðs innistæðueigenda um 19 milljarða kr. 2. mars 2011 15:23