Segir rannsókn SFO ná til Banque Havilland 18. mars 2011 11:10 Daily Mail segir frá því á vefsíðu sinni að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO á Kaupþingsmálinu nái einnig til Banque Havilland bankans sem reistur var á rústum Kaupþings í Lúxemborg. Þetta hefur blaðið eftir heimildarmönnum en þeir segja að SFO vilji komast yfir trúnaðarskjöl, tölvupósta og upplýsingar í Banque Havilland sem gætu skýrt frekar viðskipti Tchenquiz bræðranna við Kaupþing. Daily Mail getur þess að David Rowland sem stofnaði Banque Havilland hafi áður verið einn af fjármálastjórum Íhaldsflokksins og einn af stærri stuðningsmönnum hans hvað fé varðar. Rowland þurfti að láta af þessari stöðu sinni í fyrra í kjölfar spillingarmáls sem Daily Mail upplýsti. Sonur Davids, Jonathan Rowland, gengir nú stöðu bankastjóra Banque Havilland. Hann segir að SFO hafi ekki haft samband né eigi hann von á að heyra frá lögreglunni. Ef svo hefði verið hefði SFO væntanlega komið í heimsókn í síðustu viku á sama tíma og Kaupþingsmenn og Tchenguiz bræðurnir voru handteknir. Þá segir Jonathan að lögregluyfirvöld í Lúxemborg hafi komið í bankann í fyrra að undirlagi sérstaks saksóknara á Íslandi. Þeir hafi ekkert heyrt frá þessum aðilum heldur síðan þá. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Daily Mail segir frá því á vefsíðu sinni að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO á Kaupþingsmálinu nái einnig til Banque Havilland bankans sem reistur var á rústum Kaupþings í Lúxemborg. Þetta hefur blaðið eftir heimildarmönnum en þeir segja að SFO vilji komast yfir trúnaðarskjöl, tölvupósta og upplýsingar í Banque Havilland sem gætu skýrt frekar viðskipti Tchenquiz bræðranna við Kaupþing. Daily Mail getur þess að David Rowland sem stofnaði Banque Havilland hafi áður verið einn af fjármálastjórum Íhaldsflokksins og einn af stærri stuðningsmönnum hans hvað fé varðar. Rowland þurfti að láta af þessari stöðu sinni í fyrra í kjölfar spillingarmáls sem Daily Mail upplýsti. Sonur Davids, Jonathan Rowland, gengir nú stöðu bankastjóra Banque Havilland. Hann segir að SFO hafi ekki haft samband né eigi hann von á að heyra frá lögreglunni. Ef svo hefði verið hefði SFO væntanlega komið í heimsókn í síðustu viku á sama tíma og Kaupþingsmenn og Tchenguiz bræðurnir voru handteknir. Þá segir Jonathan að lögregluyfirvöld í Lúxemborg hafi komið í bankann í fyrra að undirlagi sérstaks saksóknara á Íslandi. Þeir hafi ekkert heyrt frá þessum aðilum heldur síðan þá.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira