Century Aluminium móðurfélag Norðuráls á Grundartanga skilaði tæplega 60 milljón dollara, eða tæplega 7 milljarða króna, hagnaði eftir skatta og fjármagnsliði á síðasta ári.
Þetta er mikill viðsnúningur í rekstri félagsins þar sem það tapaði tæplega 206 milljónum dollara árið áður.
Í ársuppgjöri félagsins kemur fram að eignir þess nema nú rúmlega 1,9 milljörðum dollara eða um 218 milljörðum króna. Hafa þær aukist um rúmlega 50 milljónir dollara milli ára.
Afkoman endurspeglar hækkandi álverð milli tveggja síðustu ára. Þannig fékk félagið að meðaltali tæplega 2.300 dollara fyrir áltonnið í fyrra á móti rúmlega 1,700 dollurum árið áður.
Móðurfélag Norðuráls skilaði 7 milljarða hagnaði

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent