Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2011 19:15 Wesley Sneijder Mynd/AP Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. Liðsmenn Bayern náðu því ekki að hefna fyrir tapið á móti Internazionale í úrslitsleik Meistaradeildarinnar síðasta vor og eru auk þess úr leik í öllum keppnum. Þeir sofna væntanlega seint í kvöld enda fengu þeir fjölda dauðafæra í þessum leik. Samuel Eto'o kom Inter í 1-0 eftir aðeins rúmar þrjár mínútur þegar hann slapp í gegn eftir stungusendingu frá Goran Pandev. Í endursýningunni sást þá að markið átti ekki að standa því Eto'o var rangstæður. Bayern-mönnum tókst hinsvegar að jafna leikinn á 21. mínútu. Líkt og í fyrri leiknum var það Mario Gomez sem var á réttum stað eftir mistök Júlio César í marki Inter. Júlio César missti klaufalega frá sér skot Arjen Robben og Gomez náði frákastinu og lyfti boltanum aftur fyrir sig og í markið. Þetta var áttunda markið mark Gomez í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Arjen Robben var einnig maðurinn á bak við það þegar Thomas Müller kom Bayern yfir í 2-1 á 31. mínútu. Müller slapp í gegn eftir sendingu Robben sem fór af varnarmanni og lyfti boltanum snilldarlega yfir Júlio César í markinu. Bayern hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Júlio César varði frábærlega frá Franck Ribery sem var sloppinn í gegn og Andrea Ranocchia bjargaði síðan naumlega á marklínu eftir að Gomez hafði komið boltanum framhjá Júlio César. Müller pressaði Ranocchia og boltinn fór af honum í stöngina og út í teiginn. Inter-menn gáfustu ekki upp og á meðan Bayern nýtti ekki færin sín þá var enn möguleiki. Hollendingurinn Wesley Sneijder náði að jafna leikinn með þrumuskoti á 63. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Eto'o. Það var síðan Goran Pandev sem kom Inter í 3-2 á 88. mínútu með flottu skoti eftir frábæran undirbúning frá Samuel Eto'o sem átti þátt í öllum þremur mörkum Inter. Það virtist fátt benda til þess að Inter væri að fara áfram eftir að liðið slapp inn í hálfleik, 1-2 undir, en í seinni hálfleiknum tókst liðinu að vinna sig inn í leikinn og skora mörkin tvö sem dugðu til að tryggja þeim sætið í átta liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira
Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. Liðsmenn Bayern náðu því ekki að hefna fyrir tapið á móti Internazionale í úrslitsleik Meistaradeildarinnar síðasta vor og eru auk þess úr leik í öllum keppnum. Þeir sofna væntanlega seint í kvöld enda fengu þeir fjölda dauðafæra í þessum leik. Samuel Eto'o kom Inter í 1-0 eftir aðeins rúmar þrjár mínútur þegar hann slapp í gegn eftir stungusendingu frá Goran Pandev. Í endursýningunni sást þá að markið átti ekki að standa því Eto'o var rangstæður. Bayern-mönnum tókst hinsvegar að jafna leikinn á 21. mínútu. Líkt og í fyrri leiknum var það Mario Gomez sem var á réttum stað eftir mistök Júlio César í marki Inter. Júlio César missti klaufalega frá sér skot Arjen Robben og Gomez náði frákastinu og lyfti boltanum aftur fyrir sig og í markið. Þetta var áttunda markið mark Gomez í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Arjen Robben var einnig maðurinn á bak við það þegar Thomas Müller kom Bayern yfir í 2-1 á 31. mínútu. Müller slapp í gegn eftir sendingu Robben sem fór af varnarmanni og lyfti boltanum snilldarlega yfir Júlio César í markinu. Bayern hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Júlio César varði frábærlega frá Franck Ribery sem var sloppinn í gegn og Andrea Ranocchia bjargaði síðan naumlega á marklínu eftir að Gomez hafði komið boltanum framhjá Júlio César. Müller pressaði Ranocchia og boltinn fór af honum í stöngina og út í teiginn. Inter-menn gáfustu ekki upp og á meðan Bayern nýtti ekki færin sín þá var enn möguleiki. Hollendingurinn Wesley Sneijder náði að jafna leikinn með þrumuskoti á 63. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Eto'o. Það var síðan Goran Pandev sem kom Inter í 3-2 á 88. mínútu með flottu skoti eftir frábæran undirbúning frá Samuel Eto'o sem átti þátt í öllum þremur mörkum Inter. Það virtist fátt benda til þess að Inter væri að fara áfram eftir að liðið slapp inn í hálfleik, 1-2 undir, en í seinni hálfleiknum tókst liðinu að vinna sig inn í leikinn og skora mörkin tvö sem dugðu til að tryggja þeim sætið í átta liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira
Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00