Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2011 19:00 Javier Hernandez Mynd/AP Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. Manchester United hafði leikið 24 heimaleiki í röð án taps og hafði heldur ekki tapað fyrir frönsku liði á Old Trafford. Það breyttist heldur ekki í kvöld þótt að United hafði spilað án beggja aðalmiðvarða sinni og misst báða bakverði sína meidda af velli. Javier Hernández fékk stóra tækifærið hjá Alex Ferguson og var búinn að koma Manchester United í 1-0 eftir fimm mínútur. Markið kom eftir undirbúning Ryan Giggs og sendingu frá Wayne Rooney en Hernández þurfti bara að setja boltann í tómt mark. Manchester United var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en Marseille fékk engu að síður tvö mjög góð færi í hálfleiknum sem hefði getað orðið United-liðinu dýrkeypt. Andre-Pierre Gignac fékk dauðafæri skömmu eftir markið en lyfti þá boltanum hátt yfir markið og á 36. mínútu fengu Frakkarnir annað fínt færi þegar Souleymane Diawara skallaði framhjá eftir fyrirgjöf frá Taye Taiwo. Marseille þurfti bara að skora eitt mark á meðan að United var bara með eins marks forskot en það breyttist á 75. mínútu þegar Javier Hernández var aftur réttur maður á réttum stað í markteignum og skoraði eftir flotta sendingu frá Ryan Giggs. Marseille fékk síðan góða hjálp á 82. mínútu þegar Wes Brown var fyrir því ólani að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu frá Matthieu Valbuena. Það stefndi því í taugatrekkjandi lokamínútur því aftur þurftu Frakkarnir bara að skora eitt mark. Manchester United liðið hélt hinsvegar út og tryggði sér sigurinn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15 Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23 Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira
Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. Manchester United hafði leikið 24 heimaleiki í röð án taps og hafði heldur ekki tapað fyrir frönsku liði á Old Trafford. Það breyttist heldur ekki í kvöld þótt að United hafði spilað án beggja aðalmiðvarða sinni og misst báða bakverði sína meidda af velli. Javier Hernández fékk stóra tækifærið hjá Alex Ferguson og var búinn að koma Manchester United í 1-0 eftir fimm mínútur. Markið kom eftir undirbúning Ryan Giggs og sendingu frá Wayne Rooney en Hernández þurfti bara að setja boltann í tómt mark. Manchester United var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en Marseille fékk engu að síður tvö mjög góð færi í hálfleiknum sem hefði getað orðið United-liðinu dýrkeypt. Andre-Pierre Gignac fékk dauðafæri skömmu eftir markið en lyfti þá boltanum hátt yfir markið og á 36. mínútu fengu Frakkarnir annað fínt færi þegar Souleymane Diawara skallaði framhjá eftir fyrirgjöf frá Taye Taiwo. Marseille þurfti bara að skora eitt mark á meðan að United var bara með eins marks forskot en það breyttist á 75. mínútu þegar Javier Hernández var aftur réttur maður á réttum stað í markteignum og skoraði eftir flotta sendingu frá Ryan Giggs. Marseille fékk síðan góða hjálp á 82. mínútu þegar Wes Brown var fyrir því ólani að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu frá Matthieu Valbuena. Það stefndi því í taugatrekkjandi lokamínútur því aftur þurftu Frakkarnir bara að skora eitt mark. Manchester United liðið hélt hinsvegar út og tryggði sér sigurinn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15 Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23 Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira
Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15
Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23
Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14