Hagfræðingur segir gjaldþrot blasa við ef Icesave verður samþykkt Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2011 12:07 Íslendingar munu kjósa um Icesave í apríl. Með því að samþykkja Icesave má kaupa tíma til að endurskipuleggja hagkerfið og endurfjármögnun erlendra lána sem brátt eru á gjalddaga yrði auðveldari til skamms tíma. En það yrði þá líka kraftaverki líkast ef ríkissjóður færi ekki í greiðsluþrot nokkrum árum síðar, segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskólann. Ólafur hefur skrifaði ítarlega greinagerð um Icesave sem hann birtir á fréttavefnum Pressunni. Ólafur segir að ef Icesave yrði samþykkt yrði áfram stuðst við erlent fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar á Íslandi. Ef samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi það setja verulega tímapressu á Íslendinga, sérstaklega ráðamenn, til þess að taka til hendinni við að endurskipuleggja lífeyris- og fjármálakerfið. Þá yrði mældur hagvöxtur ekki jafn mikill til skamms tíma því mikill flýtir væri á því að nota tekjur þjóðarinnar til að endurskipuleggja skuldir í stað þess að njóta þeirra á annan hátt, s.s. með einka- og samneyslu. Tækist Íslendingum hins vegar að standa sig í stykkinu til skamms tíma væri framtíðin björt. „Það er mikilvægt að gera sér grin fyrir því að höfnun Icesave ein og sér er fjarri því jákvæð fyrir hagkerfið. Mun fleiri og mikilvægari skref þarf að taka til að enndurreisn hagkerfisins geti talist til frambúðar. höfnun Icesave kallar á mjög hratt endurskipulag hagkerfisins og ef hún tekst ekki þá verður niðurstaðan sú sama og ef Icesave er samþykkt: gjaldþrot ríkissjóðs," segir Ólafur í greinagerð sinni. Ólafur segir að grundvallarvandamál Íslendinga séu háar brúttó skuldir. Það vandamál verði ekki leyst með samþykki Icesave heldur endurskipulagi sjálfs hagkerfis Íslendinga. „Höfnun Icesave er aðeins fyrsta mikilvæga skrefið í því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hagkerfinu á stöðuga braut til langs tíma," segir Ólafur. Hann segir að spurningin um Icesave snúist ekki um „nei" eða „já" heldur hversu hratt Íslendingar treysti sér til að gera þær nauðsynlegu breytingar sem gera verði ef skapa eigi hagkerfi sem sé ekki raunveruleg eða stórkostleg hætta á að reki sjálft sig í gjaldþrot með nokkurra áratuga millibili Icesave Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Með því að samþykkja Icesave má kaupa tíma til að endurskipuleggja hagkerfið og endurfjármögnun erlendra lána sem brátt eru á gjalddaga yrði auðveldari til skamms tíma. En það yrði þá líka kraftaverki líkast ef ríkissjóður færi ekki í greiðsluþrot nokkrum árum síðar, segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskólann. Ólafur hefur skrifaði ítarlega greinagerð um Icesave sem hann birtir á fréttavefnum Pressunni. Ólafur segir að ef Icesave yrði samþykkt yrði áfram stuðst við erlent fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar á Íslandi. Ef samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi það setja verulega tímapressu á Íslendinga, sérstaklega ráðamenn, til þess að taka til hendinni við að endurskipuleggja lífeyris- og fjármálakerfið. Þá yrði mældur hagvöxtur ekki jafn mikill til skamms tíma því mikill flýtir væri á því að nota tekjur þjóðarinnar til að endurskipuleggja skuldir í stað þess að njóta þeirra á annan hátt, s.s. með einka- og samneyslu. Tækist Íslendingum hins vegar að standa sig í stykkinu til skamms tíma væri framtíðin björt. „Það er mikilvægt að gera sér grin fyrir því að höfnun Icesave ein og sér er fjarri því jákvæð fyrir hagkerfið. Mun fleiri og mikilvægari skref þarf að taka til að enndurreisn hagkerfisins geti talist til frambúðar. höfnun Icesave kallar á mjög hratt endurskipulag hagkerfisins og ef hún tekst ekki þá verður niðurstaðan sú sama og ef Icesave er samþykkt: gjaldþrot ríkissjóðs," segir Ólafur í greinagerð sinni. Ólafur segir að grundvallarvandamál Íslendinga séu háar brúttó skuldir. Það vandamál verði ekki leyst með samþykki Icesave heldur endurskipulagi sjálfs hagkerfis Íslendinga. „Höfnun Icesave er aðeins fyrsta mikilvæga skrefið í því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hagkerfinu á stöðuga braut til langs tíma," segir Ólafur. Hann segir að spurningin um Icesave snúist ekki um „nei" eða „já" heldur hversu hratt Íslendingar treysti sér til að gera þær nauðsynlegu breytingar sem gera verði ef skapa eigi hagkerfi sem sé ekki raunveruleg eða stórkostleg hætta á að reki sjálft sig í gjaldþrot með nokkurra áratuga millibili
Icesave Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira