Nýr veruleiki Steinunn Stefánsdóttir skrifar 12. mars 2011 10:28 Atvinnuþátttaka á Íslandi á sér fáar hliðstæður. Í raun þekktist hér varla atvinnuleysi áratugum saman, í það minnsta ekki í því hlutfalli sem telst vera vandamál í öðrum löndum og þegar atvinnuleysi hefur komið upp hefur það jafnan verið skammvinnt. Því er það nokkuð undarlegt hversu litla athygli atvinnuleysið sem ríkt hefur á landinu undanfarin misseri hefur fengið. Þó hefur könnun sýnt að þrátt fyrir að atvinnuleysi teljist innan við 10 prósent þá snertir það nærri þriðja hvert heimili í landinu með einhverjum hætti. Ástæðurnar fyrir þessari tiltölulega litlu athygli eru margar. Önnur málefni hafa verið talsvert fyrirferðarmikil í umræðunni; fjöldamörg önnur mál sem tengjast hruninu svo sem Icesave og rannsóknarskýrslan. Það kann einnig að hafa áhrif að atvinnuleysið hefur ekki orðið jafnmikið og flestir bjuggust við á fyrstu mánuðunum eftir hrun, ekki enn að minnsta kosti. Þegar hrunið skall á þjóðinni stóð atvinnuleysi í 1,3 prósentum sem er nánast óþekkt atvinnuleysishlutfall í alþjóðlegu samhengi. Tæpu hálfu ári síðar var atvinnuleysi komið í 9,1 prósent. Það er nú 8,6 prósent og hefur aukist síðustu mánuði. Atvinnuleysið sem nú ríkir á sér þannig ekki fordæmi á Íslandi. Sá hópur sem verst hefur orðið úti í atvinnuleysinu er ungt ómenntað fólk en tölur sýna að helmingur atvinnulausra hefur ekki lokið formlegri menntun umfram stúdentspróf. Það er þekkt staðreynd frá öðrum löndum þar sem atvinnuleysi hefur skollið á af viðlíka þunga og hér að hætta er á að unga fólkið sem ekki kemst út á vinnumarkaðinn að lokinni skólagöngu festist í atvinnuleysi og komist jafnvel ekki til starfa þegar atvinnuástand batnar. Þannig verður til kynslóð þar sem atvinnuþátttaka er minni en meðal þeirra sem bæði eru eldri og yngri. Það er því ekki að ástæðulausu sem unga fólkið er forgangshópur þegar fé er veitt til vinnumarkaðsúrræða ýmiss konar. Það er enda afar mikilvægt að viðhalda virkni þessa hóps til að koma í veg fyrir að hér myndist með þessum hætti kynslóð atvinnulausra. Á Íslandi er mikil virðing borin fyrir vinnunni, að mati margra raunar svo mikil að virðing fyrir frítíma og fjölskyldutíma hefur kannski ekki verið sem skyldi. Vinnan er þannig ríkur hluti af sjálfsmynd Íslendinga og dugnaður í vinnu telst hér meðal helstu mannkosta. Þessi menning, ásamt því að hér hefur atvinnuleysi varla þekkst, kann að gera atvinnuleysið enn erfiðara við að fást fyrir þá sem í því lenda en að minnsta kosti sums staðar annars staðar. Það er nauðsynlegt að horfast í augu við alvarleika atvinnuleysisins. Uppræting þess er afdráttarlaust eitt af þeim meginverkefnum sem þjóðin þarf að fást við á næstu árum. Fréttablaðið birtir í dag fyrsta hluta af níu í röð fréttaskýringa þar sem fjallað er um atvinnuleysið á Íslandi frá mörgum hliðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Atvinnuþátttaka á Íslandi á sér fáar hliðstæður. Í raun þekktist hér varla atvinnuleysi áratugum saman, í það minnsta ekki í því hlutfalli sem telst vera vandamál í öðrum löndum og þegar atvinnuleysi hefur komið upp hefur það jafnan verið skammvinnt. Því er það nokkuð undarlegt hversu litla athygli atvinnuleysið sem ríkt hefur á landinu undanfarin misseri hefur fengið. Þó hefur könnun sýnt að þrátt fyrir að atvinnuleysi teljist innan við 10 prósent þá snertir það nærri þriðja hvert heimili í landinu með einhverjum hætti. Ástæðurnar fyrir þessari tiltölulega litlu athygli eru margar. Önnur málefni hafa verið talsvert fyrirferðarmikil í umræðunni; fjöldamörg önnur mál sem tengjast hruninu svo sem Icesave og rannsóknarskýrslan. Það kann einnig að hafa áhrif að atvinnuleysið hefur ekki orðið jafnmikið og flestir bjuggust við á fyrstu mánuðunum eftir hrun, ekki enn að minnsta kosti. Þegar hrunið skall á þjóðinni stóð atvinnuleysi í 1,3 prósentum sem er nánast óþekkt atvinnuleysishlutfall í alþjóðlegu samhengi. Tæpu hálfu ári síðar var atvinnuleysi komið í 9,1 prósent. Það er nú 8,6 prósent og hefur aukist síðustu mánuði. Atvinnuleysið sem nú ríkir á sér þannig ekki fordæmi á Íslandi. Sá hópur sem verst hefur orðið úti í atvinnuleysinu er ungt ómenntað fólk en tölur sýna að helmingur atvinnulausra hefur ekki lokið formlegri menntun umfram stúdentspróf. Það er þekkt staðreynd frá öðrum löndum þar sem atvinnuleysi hefur skollið á af viðlíka þunga og hér að hætta er á að unga fólkið sem ekki kemst út á vinnumarkaðinn að lokinni skólagöngu festist í atvinnuleysi og komist jafnvel ekki til starfa þegar atvinnuástand batnar. Þannig verður til kynslóð þar sem atvinnuþátttaka er minni en meðal þeirra sem bæði eru eldri og yngri. Það er því ekki að ástæðulausu sem unga fólkið er forgangshópur þegar fé er veitt til vinnumarkaðsúrræða ýmiss konar. Það er enda afar mikilvægt að viðhalda virkni þessa hóps til að koma í veg fyrir að hér myndist með þessum hætti kynslóð atvinnulausra. Á Íslandi er mikil virðing borin fyrir vinnunni, að mati margra raunar svo mikil að virðing fyrir frítíma og fjölskyldutíma hefur kannski ekki verið sem skyldi. Vinnan er þannig ríkur hluti af sjálfsmynd Íslendinga og dugnaður í vinnu telst hér meðal helstu mannkosta. Þessi menning, ásamt því að hér hefur atvinnuleysi varla þekkst, kann að gera atvinnuleysið enn erfiðara við að fást fyrir þá sem í því lenda en að minnsta kosti sums staðar annars staðar. Það er nauðsynlegt að horfast í augu við alvarleika atvinnuleysisins. Uppræting þess er afdráttarlaust eitt af þeim meginverkefnum sem þjóðin þarf að fást við á næstu árum. Fréttablaðið birtir í dag fyrsta hluta af níu í röð fréttaskýringa þar sem fjallað er um atvinnuleysið á Íslandi frá mörgum hliðum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun