Frönsku meistararnir í Olympique Marseille unnu 2-0 sigur á Stade Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir seinni leikinn á móti Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Old Trafford á þriðjudaginn.
Marseille blandaði sér um leið af fullum krafti inn í toppbaráttu frönsku deildarinnar en liðið er nú aðeins stigi á eftir toppliðunum Lille og Stade Rennes. Lille er í efsta sætinu á betri markatölu og á auk þess leik inni á móti Valenciennes á sunnudaginn.
Loic Remy skoraði fyrra mark Marseille með skalla á 24. mínútu og Lucho Gonzalez innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok.
Marseille og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Frakklandi en Marseille fær einum degi meira í hvíld en United sem mætir Arsenal í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á morgun.
Marseille hitaði upp fyrir United-leikinn með 2-0 sigri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti


Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns
Enski boltinn


Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn
Fótbolti

