Andlát í World Class: Lét starfsfólk vita af manninum Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2011 22:24 Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. Maður á níræðisaldri fékk hjartaáfall og lést í gufubaði líkamsræktarstöðvarinnar World Class í síðustu viku. Rannsókn lögreglu og niðurstöður bráðabirgðakrufningar staðfestu að andlátið bar ekki að með saknæmum hætti. Líkamsræktarstöðin lokar klukkan hálf tólf á kvöldin en stuttu fyrir lokun þetta kvöld kom maður úr búningsklefanum í afgreiðsluna og lét vita að enn væri inni maður sem ekkert fararsnið væri á. Umræddum viðskiptavini og starfsmanni ber ekki saman um nákvæmt orðalag í þessum samskiptum, og það staðfestir lögregla. Eftir lokun fóru starfsmenn í hefðbundna eftirlitsferð og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum að þeir sinntu skyldu sinni, utan þess að þeir litu ekki inn í gufuklefana. Eigendur World Class sendu frá sér tilkynningu eftir atvikið þar sem harmað er að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt og fjölskyldu hins látna vottuð samúð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir að um skyndidauða hafi verið að ræða og því talið að enginn hefði getað komið í veg fyrir andlátið. Ekki er tiltekið í reglum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að starfsfólk skuli fara inn í gufuklefa til að tryggja að þar sé enginn við lokun. Það er hins vegar í verklagsreglum World Class. Þá eru á líkamsræktarstöðinni hjartastuðtæki, og neyðarhnappur í hverjum gufuklefa. Eftir umrætt atvik fóru fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins í eftirlitsferð á líkamsræktarstöðina. Þar er í öllu farið að reglum um öryggi og ekki talin ástæða til áminningar. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Stefna ríkinu vegna „ómannúðlegrar meðferðar“ Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. Maður á níræðisaldri fékk hjartaáfall og lést í gufubaði líkamsræktarstöðvarinnar World Class í síðustu viku. Rannsókn lögreglu og niðurstöður bráðabirgðakrufningar staðfestu að andlátið bar ekki að með saknæmum hætti. Líkamsræktarstöðin lokar klukkan hálf tólf á kvöldin en stuttu fyrir lokun þetta kvöld kom maður úr búningsklefanum í afgreiðsluna og lét vita að enn væri inni maður sem ekkert fararsnið væri á. Umræddum viðskiptavini og starfsmanni ber ekki saman um nákvæmt orðalag í þessum samskiptum, og það staðfestir lögregla. Eftir lokun fóru starfsmenn í hefðbundna eftirlitsferð og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum að þeir sinntu skyldu sinni, utan þess að þeir litu ekki inn í gufuklefana. Eigendur World Class sendu frá sér tilkynningu eftir atvikið þar sem harmað er að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt og fjölskyldu hins látna vottuð samúð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir að um skyndidauða hafi verið að ræða og því talið að enginn hefði getað komið í veg fyrir andlátið. Ekki er tiltekið í reglum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að starfsfólk skuli fara inn í gufuklefa til að tryggja að þar sé enginn við lokun. Það er hins vegar í verklagsreglum World Class. Þá eru á líkamsræktarstöðinni hjartastuðtæki, og neyðarhnappur í hverjum gufuklefa. Eftir umrætt atvik fóru fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins í eftirlitsferð á líkamsræktarstöðina. Þar er í öllu farið að reglum um öryggi og ekki talin ástæða til áminningar.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Stefna ríkinu vegna „ómannúðlegrar meðferðar“ Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira