Andlát í World Class: Lét starfsfólk vita af manninum Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2011 22:24 Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. Maður á níræðisaldri fékk hjartaáfall og lést í gufubaði líkamsræktarstöðvarinnar World Class í síðustu viku. Rannsókn lögreglu og niðurstöður bráðabirgðakrufningar staðfestu að andlátið bar ekki að með saknæmum hætti. Líkamsræktarstöðin lokar klukkan hálf tólf á kvöldin en stuttu fyrir lokun þetta kvöld kom maður úr búningsklefanum í afgreiðsluna og lét vita að enn væri inni maður sem ekkert fararsnið væri á. Umræddum viðskiptavini og starfsmanni ber ekki saman um nákvæmt orðalag í þessum samskiptum, og það staðfestir lögregla. Eftir lokun fóru starfsmenn í hefðbundna eftirlitsferð og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum að þeir sinntu skyldu sinni, utan þess að þeir litu ekki inn í gufuklefana. Eigendur World Class sendu frá sér tilkynningu eftir atvikið þar sem harmað er að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt og fjölskyldu hins látna vottuð samúð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir að um skyndidauða hafi verið að ræða og því talið að enginn hefði getað komið í veg fyrir andlátið. Ekki er tiltekið í reglum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að starfsfólk skuli fara inn í gufuklefa til að tryggja að þar sé enginn við lokun. Það er hins vegar í verklagsreglum World Class. Þá eru á líkamsræktarstöðinni hjartastuðtæki, og neyðarhnappur í hverjum gufuklefa. Eftir umrætt atvik fóru fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins í eftirlitsferð á líkamsræktarstöðina. Þar er í öllu farið að reglum um öryggi og ekki talin ástæða til áminningar. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. Maður á níræðisaldri fékk hjartaáfall og lést í gufubaði líkamsræktarstöðvarinnar World Class í síðustu viku. Rannsókn lögreglu og niðurstöður bráðabirgðakrufningar staðfestu að andlátið bar ekki að með saknæmum hætti. Líkamsræktarstöðin lokar klukkan hálf tólf á kvöldin en stuttu fyrir lokun þetta kvöld kom maður úr búningsklefanum í afgreiðsluna og lét vita að enn væri inni maður sem ekkert fararsnið væri á. Umræddum viðskiptavini og starfsmanni ber ekki saman um nákvæmt orðalag í þessum samskiptum, og það staðfestir lögregla. Eftir lokun fóru starfsmenn í hefðbundna eftirlitsferð og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum að þeir sinntu skyldu sinni, utan þess að þeir litu ekki inn í gufuklefana. Eigendur World Class sendu frá sér tilkynningu eftir atvikið þar sem harmað er að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt og fjölskyldu hins látna vottuð samúð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir að um skyndidauða hafi verið að ræða og því talið að enginn hefði getað komið í veg fyrir andlátið. Ekki er tiltekið í reglum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að starfsfólk skuli fara inn í gufuklefa til að tryggja að þar sé enginn við lokun. Það er hins vegar í verklagsreglum World Class. Þá eru á líkamsræktarstöðinni hjartastuðtæki, og neyðarhnappur í hverjum gufuklefa. Eftir umrætt atvik fóru fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins í eftirlitsferð á líkamsræktarstöðina. Þar er í öllu farið að reglum um öryggi og ekki talin ástæða til áminningar.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira