Formúla 1

Nýliðinn Sergio Perez stal senunni

Sergio Perez frá Mexíkó ekur hjá Sauber liðinu sem er staðsett í Sviss.
Sergio Perez frá Mexíkó ekur hjá Sauber liðinu sem er staðsett í Sviss. Mynd: Getty Images/Paul Gilham
Sergio Perez frá Mexíkó, sem er nýliði í Formúlu 1 sló öllum við á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingum Formúlu 1 keppnisliða. Hann náði besta tíma á Sauber bíl, sem er með Ferrari vél.

Tími Perez var betri, en tíminn sem heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði í gær á Red Bull, samkvæmt frétt í dag á autosport.com. Tími Vettels í gær var besti tími sem hafði náðst á Katalóníu brautinnni á árinu á æfingum Formúlu 1 liða, en Perez gerði enn betur. Perez náði sínum besta tíma þegar ók með lítið bensín um borð í bíl sínum og tók nokkra eins hrings spretti í kapp við klukkuna.

Felipe Massa á Ferrari ók flesta hringi í brautinni, eða 132 og náði næst besta tíma dagsins, en Mark Webber á Red Bull var með þriðja besta tíma. Hann náði besta tíma á Katalóníu brautinni á þriðjudaginn.

Tímarnir í dag

1. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m21.761s 95

2. Felipe Massa Ferrari 1m22.092s + 0.331s 132

3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m22.466s + 0.705s 97

4. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m22.637s + 0.876s 105

5. Michael Schumacher Mercedes 1m22.892s + 1.131s 89

6. Nick Heidfeld Renault 1m23.541s + 1.780s 32

7. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m23.990s + 2.229s 40

8. Vitaly Petrov Renault 1m24.233s + 2.472s 24




Fleiri fréttir

Sjá meira


×