Innlent

Sérstakur saksóknari yfirheyrði Björgólf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson hafði ýmist stöðu saksbornings eða vitnis í málunum.
Björgólfur Guðmundsson hafði ýmist stöðu saksbornings eða vitnis í málunum.
Sérstakur saksóknari hefur yfirheyrt Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Landsbanka Íslands, vegna rannsóknar á starfsemi bankans í aðdraganda að hruni hans. Rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar á millifærslum tengdum Icesave kom þó ekki til tals í skýrslutökunni.

Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður Björgólfs, segir að skýrslutakan hafi farið fram um miðjan febrúar. Hún hafi verið nokkuð löng og yfirgripsmikil. „Hann var ýmist með réttarstöðu sakbornings eða vitnis. Þetta voru mörg mál en hann var ekki með réttarstöðu sakbornings í þeim öllum," segir Þórunn.

Eins og kunnugt er gerði sérstakur saksóknari húsleitir um miðjan janúar vegna rannsóknar á starfsemi Landsbankans. Þá voru tveir menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar, en þeim var sleppt fáeinum dögum seinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×