Hvað gengur þeim til? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 24. mars 2011 16:08 Borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar sér, eins og kunnugt er orðið, í mikinn og sársaukafullan uppskurð á skólakerfi borgarinnar. Fórnarlömb þessa eru börn sem nú eru á leik- og grunnskólaaldri og þau sem á eftir þeim koma. Það sem mig langar að ræða hér stuttlega er eingöngu einn liður í þessum tillögupakka borgaryfirvalda, sá er lýtur að því að færa 7. bekk Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla í Hagaskóla. Rök borgarinnar fyrir þessari tillögu eru sett fram í fjórum stuttum málsgreinum í skýrslu starfshóps. Hin „faglegu" rök sem þar eru sett fram eru þau að halda fram að „góð reynsla [sé] af skólastarfi 7. bekkjar í Laugalækjarskóla" og síðan sagt almennum orðum að „fjölbreyttari félagatengsl nemenda styrkja einstaklinga og efla sjálfsmynd og félagsfærni". Frekari fagleg rök eru ekki gefin fyrir þessari veigamiklu breytingu. Í mínum huga liggur í augum uppi að 12 ára bekkingar eiga ekki erindi í unglingaskóla. Við eigum að neyta allra bragða til að tryggja börnunum okkar möguleika til að viðhalda æskunni eins lengi og kostur er og það gerum við ekki með því að setja þau ótímabært í unglingaskóla. Í Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla njóta 6-12 ára börn þess að vera í minni skólum sem hver um sig býður vel grundaða nálgun að menntun og þroska barna á þessu aldursbili. Það er allt annað en fjölmenn og framandi unglingaskólaumgjörð Hagaskóla – eins ágæt og hún kann að vera fyrir unglinga. Hin fjárhagslegu og rekstrarlegu rök borgarinnar fyrir umræddri tillögu eru þau að fyrirsjáanlegt sé að nemendum í Vesturbænum fjölgi verulega á næstu árum svo byggja verði við Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Einnig að löng bið sé eftir leikskólaplássi í Vesturbænum sem leysa mætti í húsnæði Grandaskóla. Alþekkt er að það er ákveðin aldurssveifla í skólahverfum. Þegar hverfi byggjast upp, safnast þar gjarnan fólk á vissu aldursbili og þannig eldist hverfið smám saman, þar til eldra fólkið flytur burt og yngra fólk kemur inn. Þannig endurtekur sagan sig. Slíka sveifla er til staðar í Vesturbænum eins og í öðrum hverfum borgarinnar. Á meðfylgjandi grafi má sjá aldursskiptingu aldurshópanna 0-5 ára, 6-12 ára og 13-15 ára í Vesturbænum síðastliðin 15 ár, frá 1997 til 2011. Þarna sést að fjöldi í hverjum aldursflokki sveiflast frá einu ári til annars. Á myndinni má jafnframt sjá nemendaspá sem sett er fram í skýrslu starfshópsins fyrir árin 2012-2015. Af þessu grafi er ekki að sjá að á næstu árum sé að vænta mikillar nemendasprengju í Vesturbænum sem kalli á panikk-aðgerðir. Þvert á móti þá virðist eingöngu vera um reglubundna sveiflu að ræða sem hlýtur að vera hægt að fást við með einfaldari ráðum. Skólastjórnendur og kennarar í Vesturbænum hafa fengist við nemendatölur af þessari stærðargráðu (í því skólahúsnæði sem nú er) áður og eru örugglega færir um að gera það áfram, ef nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir ekki frekari húsbyggingar um skeið. Ég fæ sem sagt ekki séð að það sé mikið að gera með hvorki hin faglegu, né hin fjárhags- og rekstrarlegu rök sem þessi tillaga byggir á. Og því hvet ég Jón Gnarr til að gera eins og á kosningafundinum síðastliðið vor – hrópa „DJÓK" og draga þessi afleitu áform til baka.Fjöldi barna í Vesturbænum 1997-2011 og spá um nemendafjölda í Vesturbænum 2012-2015 (Fjármáladeild Reykjavíkurborgar 1999, Hagstofa Íslands 2011 og Skýrsla starfshóps 2011). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar sér, eins og kunnugt er orðið, í mikinn og sársaukafullan uppskurð á skólakerfi borgarinnar. Fórnarlömb þessa eru börn sem nú eru á leik- og grunnskólaaldri og þau sem á eftir þeim koma. Það sem mig langar að ræða hér stuttlega er eingöngu einn liður í þessum tillögupakka borgaryfirvalda, sá er lýtur að því að færa 7. bekk Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla í Hagaskóla. Rök borgarinnar fyrir þessari tillögu eru sett fram í fjórum stuttum málsgreinum í skýrslu starfshóps. Hin „faglegu" rök sem þar eru sett fram eru þau að halda fram að „góð reynsla [sé] af skólastarfi 7. bekkjar í Laugalækjarskóla" og síðan sagt almennum orðum að „fjölbreyttari félagatengsl nemenda styrkja einstaklinga og efla sjálfsmynd og félagsfærni". Frekari fagleg rök eru ekki gefin fyrir þessari veigamiklu breytingu. Í mínum huga liggur í augum uppi að 12 ára bekkingar eiga ekki erindi í unglingaskóla. Við eigum að neyta allra bragða til að tryggja börnunum okkar möguleika til að viðhalda æskunni eins lengi og kostur er og það gerum við ekki með því að setja þau ótímabært í unglingaskóla. Í Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla njóta 6-12 ára börn þess að vera í minni skólum sem hver um sig býður vel grundaða nálgun að menntun og þroska barna á þessu aldursbili. Það er allt annað en fjölmenn og framandi unglingaskólaumgjörð Hagaskóla – eins ágæt og hún kann að vera fyrir unglinga. Hin fjárhagslegu og rekstrarlegu rök borgarinnar fyrir umræddri tillögu eru þau að fyrirsjáanlegt sé að nemendum í Vesturbænum fjölgi verulega á næstu árum svo byggja verði við Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Einnig að löng bið sé eftir leikskólaplássi í Vesturbænum sem leysa mætti í húsnæði Grandaskóla. Alþekkt er að það er ákveðin aldurssveifla í skólahverfum. Þegar hverfi byggjast upp, safnast þar gjarnan fólk á vissu aldursbili og þannig eldist hverfið smám saman, þar til eldra fólkið flytur burt og yngra fólk kemur inn. Þannig endurtekur sagan sig. Slíka sveifla er til staðar í Vesturbænum eins og í öðrum hverfum borgarinnar. Á meðfylgjandi grafi má sjá aldursskiptingu aldurshópanna 0-5 ára, 6-12 ára og 13-15 ára í Vesturbænum síðastliðin 15 ár, frá 1997 til 2011. Þarna sést að fjöldi í hverjum aldursflokki sveiflast frá einu ári til annars. Á myndinni má jafnframt sjá nemendaspá sem sett er fram í skýrslu starfshópsins fyrir árin 2012-2015. Af þessu grafi er ekki að sjá að á næstu árum sé að vænta mikillar nemendasprengju í Vesturbænum sem kalli á panikk-aðgerðir. Þvert á móti þá virðist eingöngu vera um reglubundna sveiflu að ræða sem hlýtur að vera hægt að fást við með einfaldari ráðum. Skólastjórnendur og kennarar í Vesturbænum hafa fengist við nemendatölur af þessari stærðargráðu (í því skólahúsnæði sem nú er) áður og eru örugglega færir um að gera það áfram, ef nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir ekki frekari húsbyggingar um skeið. Ég fæ sem sagt ekki séð að það sé mikið að gera með hvorki hin faglegu, né hin fjárhags- og rekstrarlegu rök sem þessi tillaga byggir á. Og því hvet ég Jón Gnarr til að gera eins og á kosningafundinum síðastliðið vor – hrópa „DJÓK" og draga þessi afleitu áform til baka.Fjöldi barna í Vesturbænum 1997-2011 og spá um nemendafjölda í Vesturbænum 2012-2015 (Fjármáladeild Reykjavíkurborgar 1999, Hagstofa Íslands 2011 og Skýrsla starfshóps 2011).
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar