Ekki allir gordjöss Pawel Bartoszek skrifar 25. mars 2011 06:00 Fyrir um tveimur vikum tókst með samhentu átaki opinberra og hálfopinberra aðila að stöðva skemmtun á vegum eins ástsælasta og óumdeildasta tónlistarmanns landsins. Þótt Páll Óskar þyki vart mjög ögrandi lengur virðist sem sem skemmtunin hafi þó ögrað Heimili og skóla, ÍTR og Velferðarráði. Vart verður séð að það hafi verið af einhverri annarri ástæðu en þeirri að einhver annar en þessir opinberu aðilar hafi skipulagt hana. Ég hef annars ekkert á móti því að foreldrar hafi eitthvað að segja um félagslíf barna og unglinga, innan marka heilbrigðrar skynsemi. Og þá sinna barna og sinna unglinga. Það er hins vegar umdeilanlegt að hve miklu leyti hálfopinber foreldrafélög eigi að taka frumkvæði að því að banna skemmtanir. Sumum foreldrum finnst í lagi að börn þeirra fari á tónleika sem skipulagðir eru af einkaaðilum, einhverjum öðrum finnst það, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, vond hugmynd. Hvers vegna eiga þeir síðarnefndu að ráða yfir þeim fyrrnefndu og börnum þeirra?Sjaldséðar hvítar fréttir? Forsíða Fréttablaðsins á þriðjudaginn státaði af grein þess efnis að mjög hefði dregið áfengisneyslu meðal grunnskólanemenda á seinustu árum og vísað var í rannsókn á vegum Rannsóknar og greiningar í HR. Þetta eru ánægjulegar fréttir. Bæði að þetta séu niðurstöðurnar og að þær hafi orðið forsíðuefni. Unglingar eru að mörgu leyti eins og útlendingar, þeir þekkja réttindi sín verr og hafa fáa talsmenn, og líkt og útlendingar rata þeir gjarnan í fréttir undir neikvæðum formerkjum. Á þessu hafa þó hugsanlega orðið einhverjar breytingar til hins betra að undanförnum árum. Keppnirnar Skrekkur og Skólahreysti eru báðar komnar í sjónvarpið. Það er frábært. Jákvæðar fréttir styrkja góðar fyrirmyndir. Neikvæðar fréttir kynda undir ótta foreldra og skerða afþreyingarval ungs fólks. Foreldrar verða hræddir, foreldrasamtök ganga á lagið og gera hluti eins og að stöðva fullkomlega löglega skemmtun af þeirri ástæðu að áfengi væri selt á tónleikastaðnum suma aðra daga en þann sem skemmtunin átti að fara fram.Minnkandi dansgólf Þrátt fyrir múgur manna sé atvinnulaus og þrátt fyrir flestir þeirra hafi reynslu úr þjónustugeiranum þá er sem stærri og stærri hluti nauðsynlegrar þjónustu sé álitinn utan marka þegar kemur að einhver annar en opinberar stofnanir, eða "stofur" eigi að veita hana. Þannig virðast hugmyndir um hlutverk einkaframtaksins í samfélaginu minna á samkvæmisleik þar sem dansflöturinn minnkar stöðugt. Þegar einhver kemur með hugmynd að nýjum einkareknum skóla eða, guð forbiðji - spítala, þá fer kaffistofukórinn af stað með spurningar á borð við: "Viljum við búa í samfélagi þar sem hinir ríku geta gert hitt og þetta á meðan hinir fátæku geta það ekki?" Því má svara að það sé ekki endilega markmið í sjálfu sér, en vilji menn forðast slíkt ástand þá ætti að gera það með öðrum hætti en að takmarka atvinnufrelsi þeirra sem telja sig gert hluti betur en ríkið. Það er sjálfsagt að hið opinbera byggi upp gott skólakerfi sjálft, verra ef það reynir að leggja stein í götu þeirra sem vilja gera slíkt hið sama.Fingur til listamanna Það er bagalegt ef barna- og unglingastarf á nú hægt og bítandi að bætast við lista þess sem óæskilegt er að annar en opinberir starfsmenn sinni. Einu áhrif þessa verða þau að framboð heilbrigðrar afþreyingar fyrir unglinga mun minnka. Hugsum líka um fordæmið: Ef landsþekktur tónlistarmaður eins og Páll Óskar, sem ætti nú að hafa einhverja reynslu af tónleikahaldi, þarf að hætta við viðburð eftir bréf sem hann fær með dagsfyrirvara, mun það auka líkur á að aðrir, minna reyndir listamenn leggi í svipaðan leiðangur? Hver mun leggja út í kostnað og skipulagningu á skemmtunum fyrir ungt fólk ef það eina sem hann uppsker eru alvarlega orðuð bréf og símtöl frá opinberum starfsmönnum? Það er ekki svo að skilja að Heimili og skóli eða ÍTR vinni upp til hópa vont starf. En í þessu máli þá hafa umræddir aðilar gengið of langt í að leggja stein í götu listamanns sem gekk ekkert nema gott til. En það geta kannski ekki allir verið töff. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Fyrir um tveimur vikum tókst með samhentu átaki opinberra og hálfopinberra aðila að stöðva skemmtun á vegum eins ástsælasta og óumdeildasta tónlistarmanns landsins. Þótt Páll Óskar þyki vart mjög ögrandi lengur virðist sem sem skemmtunin hafi þó ögrað Heimili og skóla, ÍTR og Velferðarráði. Vart verður séð að það hafi verið af einhverri annarri ástæðu en þeirri að einhver annar en þessir opinberu aðilar hafi skipulagt hana. Ég hef annars ekkert á móti því að foreldrar hafi eitthvað að segja um félagslíf barna og unglinga, innan marka heilbrigðrar skynsemi. Og þá sinna barna og sinna unglinga. Það er hins vegar umdeilanlegt að hve miklu leyti hálfopinber foreldrafélög eigi að taka frumkvæði að því að banna skemmtanir. Sumum foreldrum finnst í lagi að börn þeirra fari á tónleika sem skipulagðir eru af einkaaðilum, einhverjum öðrum finnst það, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, vond hugmynd. Hvers vegna eiga þeir síðarnefndu að ráða yfir þeim fyrrnefndu og börnum þeirra?Sjaldséðar hvítar fréttir? Forsíða Fréttablaðsins á þriðjudaginn státaði af grein þess efnis að mjög hefði dregið áfengisneyslu meðal grunnskólanemenda á seinustu árum og vísað var í rannsókn á vegum Rannsóknar og greiningar í HR. Þetta eru ánægjulegar fréttir. Bæði að þetta séu niðurstöðurnar og að þær hafi orðið forsíðuefni. Unglingar eru að mörgu leyti eins og útlendingar, þeir þekkja réttindi sín verr og hafa fáa talsmenn, og líkt og útlendingar rata þeir gjarnan í fréttir undir neikvæðum formerkjum. Á þessu hafa þó hugsanlega orðið einhverjar breytingar til hins betra að undanförnum árum. Keppnirnar Skrekkur og Skólahreysti eru báðar komnar í sjónvarpið. Það er frábært. Jákvæðar fréttir styrkja góðar fyrirmyndir. Neikvæðar fréttir kynda undir ótta foreldra og skerða afþreyingarval ungs fólks. Foreldrar verða hræddir, foreldrasamtök ganga á lagið og gera hluti eins og að stöðva fullkomlega löglega skemmtun af þeirri ástæðu að áfengi væri selt á tónleikastaðnum suma aðra daga en þann sem skemmtunin átti að fara fram.Minnkandi dansgólf Þrátt fyrir múgur manna sé atvinnulaus og þrátt fyrir flestir þeirra hafi reynslu úr þjónustugeiranum þá er sem stærri og stærri hluti nauðsynlegrar þjónustu sé álitinn utan marka þegar kemur að einhver annar en opinberar stofnanir, eða "stofur" eigi að veita hana. Þannig virðast hugmyndir um hlutverk einkaframtaksins í samfélaginu minna á samkvæmisleik þar sem dansflöturinn minnkar stöðugt. Þegar einhver kemur með hugmynd að nýjum einkareknum skóla eða, guð forbiðji - spítala, þá fer kaffistofukórinn af stað með spurningar á borð við: "Viljum við búa í samfélagi þar sem hinir ríku geta gert hitt og þetta á meðan hinir fátæku geta það ekki?" Því má svara að það sé ekki endilega markmið í sjálfu sér, en vilji menn forðast slíkt ástand þá ætti að gera það með öðrum hætti en að takmarka atvinnufrelsi þeirra sem telja sig gert hluti betur en ríkið. Það er sjálfsagt að hið opinbera byggi upp gott skólakerfi sjálft, verra ef það reynir að leggja stein í götu þeirra sem vilja gera slíkt hið sama.Fingur til listamanna Það er bagalegt ef barna- og unglingastarf á nú hægt og bítandi að bætast við lista þess sem óæskilegt er að annar en opinberir starfsmenn sinni. Einu áhrif þessa verða þau að framboð heilbrigðrar afþreyingar fyrir unglinga mun minnka. Hugsum líka um fordæmið: Ef landsþekktur tónlistarmaður eins og Páll Óskar, sem ætti nú að hafa einhverja reynslu af tónleikahaldi, þarf að hætta við viðburð eftir bréf sem hann fær með dagsfyrirvara, mun það auka líkur á að aðrir, minna reyndir listamenn leggi í svipaðan leiðangur? Hver mun leggja út í kostnað og skipulagningu á skemmtunum fyrir ungt fólk ef það eina sem hann uppsker eru alvarlega orðuð bréf og símtöl frá opinberum starfsmönnum? Það er ekki svo að skilja að Heimili og skóli eða ÍTR vinni upp til hópa vont starf. En í þessu máli þá hafa umræddir aðilar gengið of langt í að leggja stein í götu listamanns sem gekk ekkert nema gott til. En það geta kannski ekki allir verið töff.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun