AGS óttast nýja kreppu á Vesturlöndunum 21. mars 2011 09:56 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar er vitnað í ræðu sem John Lipsky aðstoðarforstjóri AGS hélt í Bejing í Kína um helgina. Lipsky segir að þessar opinberu skuldir fari hratt vaxandi og hafi meðal annars þau áhrif að fjárlagahalli þróuðustu ríkjanna í ár muni nema um 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Lipsky segir að þessi fjármálaþróun sé algerlega ósjálfbær. Nú þurfi að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í yfirstandandi kreppu og stjórnvöld verða að hætta að dæla inn fjármagni á markaði sína en í staðinn fara að fást við eftirköst slíkrar stefnu. Slíkt þýði mikinn niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Fram kom í máli Lipsky að þeir lágu vextir sem verið hafa í mörgum Vesturlanda muni ekki halda. Hann telur að til miðlungslangs tíma séð muni vextir á ríkisskuldabréfum hækka að meðaltali um 1 til 1,5%. Hann bendir á að þótt aðeins lægri talan í mati AGS verði veruleiki muni það hafa í för með sér að kostnaður G7 ríkjanna við að borga af skuldum sínum muni fara úr 1,5% og upp í 4,25% af landsframleiðslu þeirra. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar er vitnað í ræðu sem John Lipsky aðstoðarforstjóri AGS hélt í Bejing í Kína um helgina. Lipsky segir að þessar opinberu skuldir fari hratt vaxandi og hafi meðal annars þau áhrif að fjárlagahalli þróuðustu ríkjanna í ár muni nema um 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Lipsky segir að þessi fjármálaþróun sé algerlega ósjálfbær. Nú þurfi að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í yfirstandandi kreppu og stjórnvöld verða að hætta að dæla inn fjármagni á markaði sína en í staðinn fara að fást við eftirköst slíkrar stefnu. Slíkt þýði mikinn niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Fram kom í máli Lipsky að þeir lágu vextir sem verið hafa í mörgum Vesturlanda muni ekki halda. Hann telur að til miðlungslangs tíma séð muni vextir á ríkisskuldabréfum hækka að meðaltali um 1 til 1,5%. Hann bendir á að þótt aðeins lægri talan í mati AGS verði veruleiki muni það hafa í för með sér að kostnaður G7 ríkjanna við að borga af skuldum sínum muni fara úr 1,5% og upp í 4,25% af landsframleiðslu þeirra.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira