LeBron James sneri aftur á sinn gamla heimavöll í NBA-deildinni í nótt og tapaði í þetta sinn er Cleveland lagði Miami, 102-90.
James átti þó stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann var með 27 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst en stuðningsmenn heimamanna púuðu látlaust á hann allan leikinn eins og búast mátti við.
James lék sem kunnugt er lengi með Cleveland áður en hann gekk til liðs við Miami í sumar. Fannst mörgum stuðningsmönnum Cleveland að með því hefði hann stungið þá í bakið.
Þetta var í fjórða sinn sem þessi lið mættust í vetur og hafði Miami unnið hina þrjá leikina.
JJ Hickson skoraði 21 stig fyrir Cleveland og Anthony Parker 20. Liðinu hefur ekki gengið vel í vetur og er reyndar með versta árangur allra liða í deildinni.
„Við náum alltaf því besta út úr andstæðingnum," sagði James eftir leikinn. „Þeir mættu hingað í kvöld og spiluðu mjög vel. Þetta var góður sigur fyrir þá."
Cleveland komst mest 23 stigum yfir, í stöðunni 71-48. En Miami náði þrátt fyrir það að jafna metin þegar um sjö mínútur voru til leiksloka en staðan var þá 83-83.
Heimamenn náðu þó aftur að síga fram úr og tryggðu sér sigurinn með 12-0 spretti á lokamínútunum.
Houston vann New Jersey, 112-87. Kyle Lowry skoraði sextán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst fyrir Houston sem á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en liðið er nú í níunda sæti Vesturdeildarinnar.
Oklahoma city vann Golden State, 115-114, í framlengdum leik. Kevin Durant skoraði 39 stig en það var Russell Westbrook sem tryggði sigurinn af vítalínunni þegar lítið var eftir.
Sacramento vann Phoenix, 116-113. Marcus Thornton skoraði 24 stig og tók ellefu fráköst fyrir Sacramento.
Staðan í deildinni.
NBA í nótt: Cleveland kom fram hefndum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti