Masters: Rory McIlroy með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 9. apríl 2011 23:15 Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu í golfi en hann styrkti stöðu sína á þriðja keppnisdeginum. AP Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu í golfi en hann styrkti stöðu sína á þriðja keppnisdeginum. McIlroy, sem er aðeins 21 árs gamall, lék á 70 höggum í dag eða -2 en hann hefur verið í efsta sæti alla þrjá keppnisdagana. McIlroy er samtals á 12 höggum undir pari og hann hefur sýnt mikinn styrk fram til þessa á fyrsta risamóti ársins. „Þetta er góð tilfinning. Það er frábært að vera í þessari stöðu en ég var þolinmóður og það skilaði árangri. Ég náði að halda leikáætlun minni frá upphafi til enda og ég er ánægður með það," sagði McIlroy. K. J. Choi frá Suður-Kóreu, Angel Cabrera frá Argentínu, Jason Day frá Ástralíu og Suður-Afríku maðurinn Charl Schwatrzel eru allir á -8. Woods leyndi ekki vonbrigðum sínumTiger Woods slær hér úr erfiðri stöðu á Augusta vellinum.Tiger Woods náði ekki að fylgja góðum árangri gærdagsins en hann lék á 74 höggum í dag eða +2 og er hann samtals á -5 í 9.-13. sæti. Athygli vekur að enginn bandarískur kylfingur er í einu af sjö efstu sætunum fyrir lokadaginn. Woods leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir að hafa leikið á 74 höggum í dag enda er hann 7 höggum á eftir McIlroy fyrir lokadaginn. Hann missti örstutt pútt fyrir pari á 18. flöt en hann gerði fjölmörg mistök á flötunum og þar má nefna stutt pútt á 11. og 15. Annað högg Woods á 15. braut verður án efa í hávegum haft næstu árin en þar sló hann boltann inn á flöt úr vonlausri stöðu framhjá stórum eikartrjám. „Ég setti engin pútt ofaní holuna," sagði Woods eftir hringinn. „Ég veit ekki hve oft ég hélt að boltinn væri að fara ofaní en hann gerði það ekki," Woods var þremur höggum á eftir McIlroy þegar keppni var hálfnuð en hann er núna sjö höggum á eftir Norður-Íranum. Hann er samt sem áður ekki búinn að gefa upp alla von. „Ég þarf að ná góðum fyrri 9 holum og síðan þarf ég bara að sjá til hvað gerist. Golfhöggin voru fín hjá mér og sveiflan er ekki vandamálið. Það er bara ekkert að gerast á flötunum," sagði Woods sem hefur fjórum sinnum sigrað á Mastersmótinu og alls 14 sinnum á risamótum. Mickelson hefur ekki gefið upp alla vonPhil Mickelson slær hér úr glompu á Augusta vellinum á þriðja keppnisdegi Mastersmótsins.Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á mótinu, er á -3 samtals og hann á ekki mikla möguleika á að blanda sér í baráttuna um sigurinn. Mickelson lék á -16 samtals þegar hann sigraði á mótinu í fyrra. Þrír kylfingar deildu besta skori dagsins með sér í dag en þeir léku allir á -5 eða 67 höggum. Angel Cabrera frá Argentínu, sem sigraði á þessu móti árið 2009, er einn þeirra. Ástralinn Adam Scott, sem var á sínum tíma talinn einn af efnilegustu kylfingum heims, náði loksins að góðum hring á risamóti og lék hann á 67 í dag og er hann samtals á -8 í sjötta sæti. Bubba Watson lék einnig á -5 og er hann á sama stað og Tiger Woods á skortöflunni. Fred Couples heldur uppi merkjum fyrri sigurvegara mótsins en hinn 51 árs gamli kylfingur er á sama skori og Tiger Woods fyrir lokadaginn. Phil Mickelson er ekki búinn að gefa upp alla von um að verja titilinn á Mastersmótinu í golfi þrátt fyrir að hann sé 9 höggum á eftir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi fyrir lokahringinn. Mickelson hefur þrívegis sigrað á þessu risamóti á undanförnum átta árum en hann lék þriðja hringinn á 71 höggi. „Það getur allt gerst á sunnudegi á risamót. Ég ætla ekki að gefa upp alla von," sagði meistarinn eftir hringinn í dag. „Ég þarf að fá frábæran dag þar sem ég verð sjóðheitur. Ég hef áður leikið vel á þessum velli og ég trúi því að ég geti gert það á ný." Mickelson var ósáttur við framlag sitt á flötunum í dag og hann telur sig eiga mikið inni í púttunum. „Ég púttaði vel í Houston og bjóst við að halda því áfram hér á Augusta, ég er ósáttur við púttin," sagði Mickelson sem sigraði á PGA mótinu í Houston um s.l. helgi. „Ég hef ekki lesið brotin í flötunum nógu vel," sagði Mickelson. Ian Poulter sáttur við golfið en ekki púttin Ian Poulter hefur aldrei sigrað á stórmóti en Englendingurinn vekur ávallt athygli þar sem hann kemur.APIan Poulter er einn vinsælasti kylfingurinn á atvinnumannamótaröðinni enda lætur ávallt mikið fyrir sér fara í klæðaburði og Arsenalstuðningsmaðurinn hefur einnig munninn fyrir neðan nefið. Poulter er í 25- 29. sæti fyrir lokadaginn á -2 samtals en hann var sáttur við golfið sem hann lék. „Ég held ég hafi ekki leikið svona gott golf í mörg ár," sagði Poulter sem lék á 71 höggi í dag eða -1. „Það er mjög erfitt að eiga við flatirnar á þessum velli, þær eru erfiðar og allt þarf að að ganga upp til þess að boltinn fari rétta leið. Ég nýtti ekki tækifærin sem ég fékk á flötunum. Púttlínan og hraðinn á boltanum þarf að vera 100% og ég var ekki að ná því," sagði Poulter. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu í golfi en hann styrkti stöðu sína á þriðja keppnisdeginum. McIlroy, sem er aðeins 21 árs gamall, lék á 70 höggum í dag eða -2 en hann hefur verið í efsta sæti alla þrjá keppnisdagana. McIlroy er samtals á 12 höggum undir pari og hann hefur sýnt mikinn styrk fram til þessa á fyrsta risamóti ársins. „Þetta er góð tilfinning. Það er frábært að vera í þessari stöðu en ég var þolinmóður og það skilaði árangri. Ég náði að halda leikáætlun minni frá upphafi til enda og ég er ánægður með það," sagði McIlroy. K. J. Choi frá Suður-Kóreu, Angel Cabrera frá Argentínu, Jason Day frá Ástralíu og Suður-Afríku maðurinn Charl Schwatrzel eru allir á -8. Woods leyndi ekki vonbrigðum sínumTiger Woods slær hér úr erfiðri stöðu á Augusta vellinum.Tiger Woods náði ekki að fylgja góðum árangri gærdagsins en hann lék á 74 höggum í dag eða +2 og er hann samtals á -5 í 9.-13. sæti. Athygli vekur að enginn bandarískur kylfingur er í einu af sjö efstu sætunum fyrir lokadaginn. Woods leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir að hafa leikið á 74 höggum í dag enda er hann 7 höggum á eftir McIlroy fyrir lokadaginn. Hann missti örstutt pútt fyrir pari á 18. flöt en hann gerði fjölmörg mistök á flötunum og þar má nefna stutt pútt á 11. og 15. Annað högg Woods á 15. braut verður án efa í hávegum haft næstu árin en þar sló hann boltann inn á flöt úr vonlausri stöðu framhjá stórum eikartrjám. „Ég setti engin pútt ofaní holuna," sagði Woods eftir hringinn. „Ég veit ekki hve oft ég hélt að boltinn væri að fara ofaní en hann gerði það ekki," Woods var þremur höggum á eftir McIlroy þegar keppni var hálfnuð en hann er núna sjö höggum á eftir Norður-Íranum. Hann er samt sem áður ekki búinn að gefa upp alla von. „Ég þarf að ná góðum fyrri 9 holum og síðan þarf ég bara að sjá til hvað gerist. Golfhöggin voru fín hjá mér og sveiflan er ekki vandamálið. Það er bara ekkert að gerast á flötunum," sagði Woods sem hefur fjórum sinnum sigrað á Mastersmótinu og alls 14 sinnum á risamótum. Mickelson hefur ekki gefið upp alla vonPhil Mickelson slær hér úr glompu á Augusta vellinum á þriðja keppnisdegi Mastersmótsins.Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á mótinu, er á -3 samtals og hann á ekki mikla möguleika á að blanda sér í baráttuna um sigurinn. Mickelson lék á -16 samtals þegar hann sigraði á mótinu í fyrra. Þrír kylfingar deildu besta skori dagsins með sér í dag en þeir léku allir á -5 eða 67 höggum. Angel Cabrera frá Argentínu, sem sigraði á þessu móti árið 2009, er einn þeirra. Ástralinn Adam Scott, sem var á sínum tíma talinn einn af efnilegustu kylfingum heims, náði loksins að góðum hring á risamóti og lék hann á 67 í dag og er hann samtals á -8 í sjötta sæti. Bubba Watson lék einnig á -5 og er hann á sama stað og Tiger Woods á skortöflunni. Fred Couples heldur uppi merkjum fyrri sigurvegara mótsins en hinn 51 árs gamli kylfingur er á sama skori og Tiger Woods fyrir lokadaginn. Phil Mickelson er ekki búinn að gefa upp alla von um að verja titilinn á Mastersmótinu í golfi þrátt fyrir að hann sé 9 höggum á eftir Rory McIlroy frá Norður-Írlandi fyrir lokahringinn. Mickelson hefur þrívegis sigrað á þessu risamóti á undanförnum átta árum en hann lék þriðja hringinn á 71 höggi. „Það getur allt gerst á sunnudegi á risamót. Ég ætla ekki að gefa upp alla von," sagði meistarinn eftir hringinn í dag. „Ég þarf að fá frábæran dag þar sem ég verð sjóðheitur. Ég hef áður leikið vel á þessum velli og ég trúi því að ég geti gert það á ný." Mickelson var ósáttur við framlag sitt á flötunum í dag og hann telur sig eiga mikið inni í púttunum. „Ég púttaði vel í Houston og bjóst við að halda því áfram hér á Augusta, ég er ósáttur við púttin," sagði Mickelson sem sigraði á PGA mótinu í Houston um s.l. helgi. „Ég hef ekki lesið brotin í flötunum nógu vel," sagði Mickelson. Ian Poulter sáttur við golfið en ekki púttin Ian Poulter hefur aldrei sigrað á stórmóti en Englendingurinn vekur ávallt athygli þar sem hann kemur.APIan Poulter er einn vinsælasti kylfingurinn á atvinnumannamótaröðinni enda lætur ávallt mikið fyrir sér fara í klæðaburði og Arsenalstuðningsmaðurinn hefur einnig munninn fyrir neðan nefið. Poulter er í 25- 29. sæti fyrir lokadaginn á -2 samtals en hann var sáttur við golfið sem hann lék. „Ég held ég hafi ekki leikið svona gott golf í mörg ár," sagði Poulter sem lék á 71 höggi í dag eða -1. „Það er mjög erfitt að eiga við flatirnar á þessum velli, þær eru erfiðar og allt þarf að að ganga upp til þess að boltinn fari rétta leið. Ég nýtti ekki tækifærin sem ég fékk á flötunum. Púttlínan og hraðinn á boltanum þarf að vera 100% og ég var ekki að ná því," sagði Poulter.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti