Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. apríl 2011 22:31 „Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta," sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. „Við eyddum síðustu tveimur leikjum í einhverja skotkeppni og Keflvíkingar stóðu sig vel í því að taka okkur alveg út úr því sem við erum vanir að gera. Við sóttum meira að körfunni og smátt og smátt misstu þeir trúna á þeirri vörn sem þeir voru búnir að koma sér upp," sagði Pavel en hann skoraði 18 stig, tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum. Leikstjórnandinn viðurkenndi fúslega að það hafi verið mjög mikil pressa á KR-ingum fyrir leikinn eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. „Mér fannst við duglegir að ýta því hliðar og við náðum nokkrum áhlaupum og þeir gáfust að mér fannst upp – sem kom mér á óvart," bætti Pavel við en hann mætir fyrrum liðsfélaga sínum úr ÍA í úrslitum – Fannari Helgasyni og er tilhlökkun hjá Pavel fyrir það verkefni. „Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima hjá mér – og ég fer að kasta pílum í þá. Það er smá „Skagaslagur" í þessu, ég og Jón Orri (Kristjánsson) hjá KR og Fannar hjá Stjörnunni. Skaginn fær allavega einn sigurvegara," sagði Pavel en hann er gríðarlega ánægður með umgjörðina í úrslitakeppninni og gæðin á liðunum á Íslandi. Pavel lék á Spáni sem atvinnumaður áður en hann kom til Íslands. „Þegar ég sagði félögum mínum frá því að ég væri að fara til Íslands til að spila héldu allir að ég væri að fara á Norðurpólinn að spila með mörgæsum eða eitthvað. Menn átta sig bara ekki á því hve hátt getustig er hérna." Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
„Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta," sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. „Við eyddum síðustu tveimur leikjum í einhverja skotkeppni og Keflvíkingar stóðu sig vel í því að taka okkur alveg út úr því sem við erum vanir að gera. Við sóttum meira að körfunni og smátt og smátt misstu þeir trúna á þeirri vörn sem þeir voru búnir að koma sér upp," sagði Pavel en hann skoraði 18 stig, tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum. Leikstjórnandinn viðurkenndi fúslega að það hafi verið mjög mikil pressa á KR-ingum fyrir leikinn eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. „Mér fannst við duglegir að ýta því hliðar og við náðum nokkrum áhlaupum og þeir gáfust að mér fannst upp – sem kom mér á óvart," bætti Pavel við en hann mætir fyrrum liðsfélaga sínum úr ÍA í úrslitum – Fannari Helgasyni og er tilhlökkun hjá Pavel fyrir það verkefni. „Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima hjá mér – og ég fer að kasta pílum í þá. Það er smá „Skagaslagur" í þessu, ég og Jón Orri (Kristjánsson) hjá KR og Fannar hjá Stjörnunni. Skaginn fær allavega einn sigurvegara," sagði Pavel en hann er gríðarlega ánægður með umgjörðina í úrslitakeppninni og gæðin á liðunum á Íslandi. Pavel lék á Spáni sem atvinnumaður áður en hann kom til Íslands. „Þegar ég sagði félögum mínum frá því að ég væri að fara til Íslands til að spila héldu allir að ég væri að fara á Norðurpólinn að spila með mörgæsum eða eitthvað. Menn átta sig bara ekki á því hve hátt getustig er hérna."
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik