NBA: Miami og Lakers töpuðu nokkuð óvænt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. apríl 2011 09:00 LeBron James og félagar hans töpuðu gegn Milwaukee Bucks á heimavelli. AP Miami Heat og meistaralið LA Lakers töpuðu bæði leikjum sínum í NBA deildinni í gær. San Antonio Spurs getur tryggt sér efsta sætið í Vesturdeildinni ef liðið vinnur einn leik til viðbótar og Lakers tapar einum leik. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami á útivelli, 90-85. Golden State Warriors lagði meistaralið Lakers á heimavelli 95-87.Miami – Milwaukee 85-90 John Salmons skoraði 17 stig fyrir Milwaukee sem á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Miami er nú með 54 sigra og 24 tapleiki og er liðið í þriðja sæti Austurdeildar. Boston er aðeins ½ sigri fyrir ofan Miami en Chicago Bulls er efst. LeBron James, skoraði 29 stig fyrir Miami, sem lék án Dwayne Wade sem er meiddur. Chris Bosh skoraði 18 stig fyrir Miami .Charlotte – Orlando 102-111 Gilbert Arenas skoraði 25 stig fyrir Orlando en Charlotte sem er í eigu Michael Jordan á nú ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Quentin Richardson leikmaður Orlando var rekinn út úr húsi í leiknum og Dwight Howard fékk sína 18. tæknivillu á tímabilinu.New Orleans – Houston 101-93 Chris Paul skoraði 28 stig fyrir New Orleans og gaf 10 stoðsendingar en liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum. Houston er í baráttunni um 8. sætið í Vesturdeildinni en það eru töluverðar líkur á því að liðið þurfti að sitja eftir að þessu sinni.Indiana – Washington 136-112 Danny Granger skoraði 25 stig fyrir Indiana sem tryggði sér sæti í úrslitkeppninni í Austurdeildinni í fyrsta sinn frá árinu 2006. Larry Bird forseti liðsins getur glaðst yfir því en hann rak þjálfara liðsins um mitt tímabil og lagði áherslu á að nýr þjálfari myndi nota yngri leikmenn liðsins meira en forveri hans gerði.Philadelphia – New York 92-97 Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir gestina frá New York og Amare Stoudemire bætti við 18 stigum fyrir Knicks sem vann sinn fimmta leik í röð. Liðin höfðu sætaskipti í deildarkeppninni en Knicks er í sjötta sæti og 76'ers er í því sjöunda.Oklahoma – LA Clippers 112-108 Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma og Russell Westbrook bætti við 26 fyrir liðið sem tryggði sér sigur í Norðvestur-deildinni með sigrinum á Clippers. Þetta er fyrsti titill félagsins frá árinu 2005 þegar liðið hét þá Seattle Supersonics.Dallas – Denver 96-104 J. R. Smith tryggði Denver sigurinn á lokasekúndunum með fjórum stigum í röð en Denver hefur algjörlega blómstrað frá því að liðið lét Carmelo Anthony fara frá sér til New York í stórum leikmannaskiptum. Þetta var sjöundi sigurleikur Denver í síðustu átta leikjum. Dallas hefur ekki náð sér á strik að undanförnu. Liðið lék án Jason Kidd og Tyson Chandler. Þetta var fjórði tapleikurinn í röð og sá níundi í röð gegn liði úr Vesturdeildinni sem mun leika í úrslitakeppninni. Meistararlið Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð Stephen Curry er einn af efnilegri leikmönnum NBA deildarinnar og hér er Golden State leikmaðurinn í baráttunni gegn hinum þaulreynda Derek Fisher úr liði Lakers.APGolden State – LA Lakers 95-87 Meistaralið LA Lakers hefur á undanförnum vikum sýnt styrk sinn með ótrúlegri sigurgöngu en liðið fór aðeins útaf sporinu í gær gegn hinu léttleikandi liði Golden State Warriors á útivelli sem sigraði 95-87. Monta Ellis skoraði 26 stig fyrir heimamenn og David Lee skoraði 22 og tók 17 fráköst. Þetta var annar tapleikur Lakers í röð og liðið á ekki möguleika að vera með heimavallarréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Phil Jackson þjálfari Lakers sagði að hann myndi ekki hvíla lykilmenn liðsins í síðustu fjórum leikjum liðsins þrátt fyrir að úrslitin úr þeim leikjum hafi engin áhrif á stöðu liðsins í öðru sæti Vesturdeildarinnar. „Þeir hvíldu sig í þessum leik," sagði Jackson. San Antonio – Sacramento 124-92 Detroit – New Jersey 116-109 Toronto – Cleveland 96-104 Minnesota – Phoenix 98-108 NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Miami Heat og meistaralið LA Lakers töpuðu bæði leikjum sínum í NBA deildinni í gær. San Antonio Spurs getur tryggt sér efsta sætið í Vesturdeildinni ef liðið vinnur einn leik til viðbótar og Lakers tapar einum leik. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami á útivelli, 90-85. Golden State Warriors lagði meistaralið Lakers á heimavelli 95-87.Miami – Milwaukee 85-90 John Salmons skoraði 17 stig fyrir Milwaukee sem á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Miami er nú með 54 sigra og 24 tapleiki og er liðið í þriðja sæti Austurdeildar. Boston er aðeins ½ sigri fyrir ofan Miami en Chicago Bulls er efst. LeBron James, skoraði 29 stig fyrir Miami, sem lék án Dwayne Wade sem er meiddur. Chris Bosh skoraði 18 stig fyrir Miami .Charlotte – Orlando 102-111 Gilbert Arenas skoraði 25 stig fyrir Orlando en Charlotte sem er í eigu Michael Jordan á nú ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Quentin Richardson leikmaður Orlando var rekinn út úr húsi í leiknum og Dwight Howard fékk sína 18. tæknivillu á tímabilinu.New Orleans – Houston 101-93 Chris Paul skoraði 28 stig fyrir New Orleans og gaf 10 stoðsendingar en liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum. Houston er í baráttunni um 8. sætið í Vesturdeildinni en það eru töluverðar líkur á því að liðið þurfti að sitja eftir að þessu sinni.Indiana – Washington 136-112 Danny Granger skoraði 25 stig fyrir Indiana sem tryggði sér sæti í úrslitkeppninni í Austurdeildinni í fyrsta sinn frá árinu 2006. Larry Bird forseti liðsins getur glaðst yfir því en hann rak þjálfara liðsins um mitt tímabil og lagði áherslu á að nýr þjálfari myndi nota yngri leikmenn liðsins meira en forveri hans gerði.Philadelphia – New York 92-97 Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir gestina frá New York og Amare Stoudemire bætti við 18 stigum fyrir Knicks sem vann sinn fimmta leik í röð. Liðin höfðu sætaskipti í deildarkeppninni en Knicks er í sjötta sæti og 76'ers er í því sjöunda.Oklahoma – LA Clippers 112-108 Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma og Russell Westbrook bætti við 26 fyrir liðið sem tryggði sér sigur í Norðvestur-deildinni með sigrinum á Clippers. Þetta er fyrsti titill félagsins frá árinu 2005 þegar liðið hét þá Seattle Supersonics.Dallas – Denver 96-104 J. R. Smith tryggði Denver sigurinn á lokasekúndunum með fjórum stigum í röð en Denver hefur algjörlega blómstrað frá því að liðið lét Carmelo Anthony fara frá sér til New York í stórum leikmannaskiptum. Þetta var sjöundi sigurleikur Denver í síðustu átta leikjum. Dallas hefur ekki náð sér á strik að undanförnu. Liðið lék án Jason Kidd og Tyson Chandler. Þetta var fjórði tapleikurinn í röð og sá níundi í röð gegn liði úr Vesturdeildinni sem mun leika í úrslitakeppninni. Meistararlið Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð Stephen Curry er einn af efnilegri leikmönnum NBA deildarinnar og hér er Golden State leikmaðurinn í baráttunni gegn hinum þaulreynda Derek Fisher úr liði Lakers.APGolden State – LA Lakers 95-87 Meistaralið LA Lakers hefur á undanförnum vikum sýnt styrk sinn með ótrúlegri sigurgöngu en liðið fór aðeins útaf sporinu í gær gegn hinu léttleikandi liði Golden State Warriors á útivelli sem sigraði 95-87. Monta Ellis skoraði 26 stig fyrir heimamenn og David Lee skoraði 22 og tók 17 fráköst. Þetta var annar tapleikur Lakers í röð og liðið á ekki möguleika að vera með heimavallarréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Phil Jackson þjálfari Lakers sagði að hann myndi ekki hvíla lykilmenn liðsins í síðustu fjórum leikjum liðsins þrátt fyrir að úrslitin úr þeim leikjum hafi engin áhrif á stöðu liðsins í öðru sæti Vesturdeildarinnar. „Þeir hvíldu sig í þessum leik," sagði Jackson. San Antonio – Sacramento 124-92 Detroit – New Jersey 116-109 Toronto – Cleveland 96-104 Minnesota – Phoenix 98-108
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira