Wayne Rooney tryggði Manchester United sigur á Brúnni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2011 17:57 Mynd/AP Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Carlo Ancelotti tefldi fram þeim Didier Drogba og Fernando Torres í framlínunni hjá Chelsea í kvöld en markaþurrð spænska landsliðsmannins heldur áfram. Torres hefur nú spilað í 617 mínútur í Chelsea-búningnum án þess að skora. Ancelotti leyfði Torres að klára leikinn en tók hinsvegar Drogba útaf fyrir Nicolas Anelka á 70. mínútu. Manchester United tók völdin á miðjunni í upphafi leiks þar sem þeir Michael Carrick og Ryan Giggs áttu mjög góðan leik. Það gerðist samt lítið á síðasta sóknarþriðjungnum á fyrstu tuttugu mínútunum. Wayne Rooney kom United í 1-0 á 24. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ryan Giggs. Giggs tók meistaralega við löngum bolta frá Michael Carrick, lék upp að endamörkum og gaf boltann út á Rooney sem skoraði með innanfótarspyrnu í fjærhornið. Chelsea sótti aðeins í sig veðrið eftir mark Rooney en besta færi Chelsea-liðsins í hálfleiknum kom þó ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar þeir áttu hreinlega að jafna metin. Didier Drogba átti skot sem fór í stöngina og Frank Lampard virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum yfir marklínuna en Patrice Evra tókst að verja skotið hans á ótrúlegan hátt á marklínunni. Fernando Torres átti frábæran skalla á 74. mínútu en hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar bjargaði með snilldarmarkvörslu og sá til þess að Torres er enn markalaus í Chelsea-búningnum. Undir lokin vildi Ramires fá vítaspyrnu þegar Patrice Evra felldi hann augljóslega í teignum en ekkert var dæmt og þar hafði United-liðið heppnina með sér. Skömmu síðar reyndi Fernando Torres að fiska víti en hlaut bara gult spjald fyrir. Í kjölfarið ætlaði allt að sjóða upp úr en engin rauð spjöld fóru á loft. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Carlo Ancelotti tefldi fram þeim Didier Drogba og Fernando Torres í framlínunni hjá Chelsea í kvöld en markaþurrð spænska landsliðsmannins heldur áfram. Torres hefur nú spilað í 617 mínútur í Chelsea-búningnum án þess að skora. Ancelotti leyfði Torres að klára leikinn en tók hinsvegar Drogba útaf fyrir Nicolas Anelka á 70. mínútu. Manchester United tók völdin á miðjunni í upphafi leiks þar sem þeir Michael Carrick og Ryan Giggs áttu mjög góðan leik. Það gerðist samt lítið á síðasta sóknarþriðjungnum á fyrstu tuttugu mínútunum. Wayne Rooney kom United í 1-0 á 24. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ryan Giggs. Giggs tók meistaralega við löngum bolta frá Michael Carrick, lék upp að endamörkum og gaf boltann út á Rooney sem skoraði með innanfótarspyrnu í fjærhornið. Chelsea sótti aðeins í sig veðrið eftir mark Rooney en besta færi Chelsea-liðsins í hálfleiknum kom þó ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar þeir áttu hreinlega að jafna metin. Didier Drogba átti skot sem fór í stöngina og Frank Lampard virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum yfir marklínuna en Patrice Evra tókst að verja skotið hans á ótrúlegan hátt á marklínunni. Fernando Torres átti frábæran skalla á 74. mínútu en hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar bjargaði með snilldarmarkvörslu og sá til þess að Torres er enn markalaus í Chelsea-búningnum. Undir lokin vildi Ramires fá vítaspyrnu þegar Patrice Evra felldi hann augljóslega í teignum en ekkert var dæmt og þar hafði United-liðið heppnina með sér. Skömmu síðar reyndi Fernando Torres að fiska víti en hlaut bara gult spjald fyrir. Í kjölfarið ætlaði allt að sjóða upp úr en engin rauð spjöld fóru á loft.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira