Ekki samið til langs tíma falli Icesave Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2011 18:30 Vilhjálmur Egilsson. Mynd/GVA Ólíklegt er að takist að ganga endanlega frá kjarasamningum fyrir helgi, jafnvel þótt stjórnvöld verði við öllum kröfum aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins treysta sér ekki til að samþykkja kjarasamninga til þriggja ára, ef Icesave samningarnir verða felldir á laugardag, vegna þeirrar óvissu sem þá verði uppi í efnahagsmálum. Forysta Samtaka atvinnulífsins kom til móts við helstu kröfur forystu Alþýðusambandsins um hækkun lægstu launa og almennar launahækkanir á næstu þremur árum í gærkvöldi, og tókst þannig að koma í veg fyrir að það slitnaði upp úr viðræðunum. „Við erum síðan núna að reyna að fá svör frá ríkisstjórninni vegna þeirra athugasemda sem við höfum gert við þau drög að yfirlýsingu sem við fengum frá henni," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar á þeim nótum sem nú séu ræddir byggi algerlega á því að fjárfesting aukist meira í landinu á næstu misserum en gert sér ráð fyrir í þjóðhagsspá Hagstofunnar. „Við erum að reyna að fara atvinnuleiðina, skapa störf og minnka atvinnuleysið enn meira – ná í tekjur," segir Vilhjálmur. Þessir samningar séu mjög þungir fyrir margar atvinnugreinar. „Það þarf að tryggja að það verði örugglega allt á útopnu ef þetta á að verða. Og það er algerlega borin von að það sé hægt að fara atvinnuleiðina ef það á að skilj eina helstu útflutningsatvinnugreinina, sjávarútveginn alveg eftir," segir Vilhjálmur. Niðurstaða þurfi því að liggja fyrir um framtíð stjórn fiskveiða og eyða þurfi óvissu um mörg stór fjárfestringaverkefni í þjóðfélaginu sem ekki séu að ganga fram. „Og við þurfum líka að eyða óvissu um gjaldeyrishöftin og þróun fjármagnsmarkaðarins og skattamál fyrirtækja og ýmssra mála. Það skiptir mjög miklu máli, algerlega afgerandi máli að fjárfestingarnar komist af stað," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ólíklegt er að takist að greiða úr öllum þessum málum fyrir helgina og því verður varla skrifað undir nýja kjarasamninga fyrr en í næstu viku. En á laugardag tekur þjóðin stóra ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um Icesave samningana. Vilhjálmur segir gerð kjarasamninga hafa farið fram á eigin forsendum. „Það er hins vegar þannig að við höfum gengið út frá því í þessari vinnu að Icesave samningarnir verði samþykktir. Ef þeir verða ekki samþykktir þurfum við að endurmeta allar forsendurnar og þá er greinilegt að við verðum komin inn í umhverfi sem er ekki það sem við vorum að stefna að." Þannig að minnkar þá kannski vilji hjá þínum umbjóðendum að semja til langs tíma eins og þið eru að stefna að, til þriggja ára? „Ég myndi segja að viljinn sé fyrir hendi. Það skortir ekkert á viljann en það myndi skorta á getuna," segir Vilhjálmur Egilsson. Icesave Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Ólíklegt er að takist að ganga endanlega frá kjarasamningum fyrir helgi, jafnvel þótt stjórnvöld verði við öllum kröfum aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins treysta sér ekki til að samþykkja kjarasamninga til þriggja ára, ef Icesave samningarnir verða felldir á laugardag, vegna þeirrar óvissu sem þá verði uppi í efnahagsmálum. Forysta Samtaka atvinnulífsins kom til móts við helstu kröfur forystu Alþýðusambandsins um hækkun lægstu launa og almennar launahækkanir á næstu þremur árum í gærkvöldi, og tókst þannig að koma í veg fyrir að það slitnaði upp úr viðræðunum. „Við erum síðan núna að reyna að fá svör frá ríkisstjórninni vegna þeirra athugasemda sem við höfum gert við þau drög að yfirlýsingu sem við fengum frá henni," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar á þeim nótum sem nú séu ræddir byggi algerlega á því að fjárfesting aukist meira í landinu á næstu misserum en gert sér ráð fyrir í þjóðhagsspá Hagstofunnar. „Við erum að reyna að fara atvinnuleiðina, skapa störf og minnka atvinnuleysið enn meira – ná í tekjur," segir Vilhjálmur. Þessir samningar séu mjög þungir fyrir margar atvinnugreinar. „Það þarf að tryggja að það verði örugglega allt á útopnu ef þetta á að verða. Og það er algerlega borin von að það sé hægt að fara atvinnuleiðina ef það á að skilj eina helstu útflutningsatvinnugreinina, sjávarútveginn alveg eftir," segir Vilhjálmur. Niðurstaða þurfi því að liggja fyrir um framtíð stjórn fiskveiða og eyða þurfi óvissu um mörg stór fjárfestringaverkefni í þjóðfélaginu sem ekki séu að ganga fram. „Og við þurfum líka að eyða óvissu um gjaldeyrishöftin og þróun fjármagnsmarkaðarins og skattamál fyrirtækja og ýmssra mála. Það skiptir mjög miklu máli, algerlega afgerandi máli að fjárfestingarnar komist af stað," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ólíklegt er að takist að greiða úr öllum þessum málum fyrir helgina og því verður varla skrifað undir nýja kjarasamninga fyrr en í næstu viku. En á laugardag tekur þjóðin stóra ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um Icesave samningana. Vilhjálmur segir gerð kjarasamninga hafa farið fram á eigin forsendum. „Það er hins vegar þannig að við höfum gengið út frá því í þessari vinnu að Icesave samningarnir verði samþykktir. Ef þeir verða ekki samþykktir þurfum við að endurmeta allar forsendurnar og þá er greinilegt að við verðum komin inn í umhverfi sem er ekki það sem við vorum að stefna að." Þannig að minnkar þá kannski vilji hjá þínum umbjóðendum að semja til langs tíma eins og þið eru að stefna að, til þriggja ára? „Ég myndi segja að viljinn sé fyrir hendi. Það skortir ekkert á viljann en það myndi skorta á getuna," segir Vilhjálmur Egilsson.
Icesave Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira