Fjórða mánuðinn í röð hefur gjaldþrotum danskra fyrirtækja fækkað töluvert miðað við fyrra ár.
í mars síðastliðnum urðu 495 fyrirtæki gjaldþrota sem er fækkun um 25% miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma fjölgar nýskráningum fyrirtækja og félaga í Danmörku.
Í mars voru nýskráningarnar 1.930 talsins og hefði fjölgað um 1,4% frá sama mánuði í fyrra. Í frétt á börsen um málið segir að fækkun gjaldþrota séu ánægjuleg tíðindi.
Það er einkum innan byggingageirans sem gjaldþrotum fækkar sem bendir til að vor sé í nánd í byggingastarfsemi í Danmörku.
Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram í Danmörku
