Danir spara fé sem aldrei fyrr 3. apríl 2011 11:16 Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að fjármálakreppan skall á árið 2007 hafi danskur almenningur tvöfaldað sparnað sinn. Hver dönsk fjölskylda leggur nú árlega 34.000 kr. danskar eða tæplega 750.000 kr. inn á sparireikninga sína. Í heild nemur sparnaðurinn 86,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 1.900 milljörðum kr. Upphæð sem liggur nokkuð fyrir ofan landsframleiðslu Íslands. Á sama tíma og sparnaðarreikningar fitna dregur úr einkaneyslunni. Samdrátturinn er þegar orðinn svo mikill að sérfræðingar ræða um að „japanskt ástand" sé að myndast í Danmörku. Í Japan hefur mikill sparnaður almennings á kostnað einkaneyslu leitt til stöðnunar í áratugi. Johannes Andersen lektor í stjórnvísindum við Háskóla Álaborgar segir að þróunin sé ógnvænleg. Hún skýrist hinsvegar af því að Danir hafa sterka kreppuvitund. Margir óttist einnig atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverð. „Þetta fær okkur til að spara," segir Andersen. Sparnaðurinn er hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslífið. Sparnaður dregur verulega úr hagvextinum vegna Þess hve einkaneyslan er stór þáttur í landsframleiðslu landsins. Einkaneyslan er ráðandi afl þegar kemur að því að fjölga störfum, auka hagvöxtinn og draga úr fjárlagahallanum. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að fjármálakreppan skall á árið 2007 hafi danskur almenningur tvöfaldað sparnað sinn. Hver dönsk fjölskylda leggur nú árlega 34.000 kr. danskar eða tæplega 750.000 kr. inn á sparireikninga sína. Í heild nemur sparnaðurinn 86,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 1.900 milljörðum kr. Upphæð sem liggur nokkuð fyrir ofan landsframleiðslu Íslands. Á sama tíma og sparnaðarreikningar fitna dregur úr einkaneyslunni. Samdrátturinn er þegar orðinn svo mikill að sérfræðingar ræða um að „japanskt ástand" sé að myndast í Danmörku. Í Japan hefur mikill sparnaður almennings á kostnað einkaneyslu leitt til stöðnunar í áratugi. Johannes Andersen lektor í stjórnvísindum við Háskóla Álaborgar segir að þróunin sé ógnvænleg. Hún skýrist hinsvegar af því að Danir hafa sterka kreppuvitund. Margir óttist einnig atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverð. „Þetta fær okkur til að spara," segir Andersen. Sparnaðurinn er hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslífið. Sparnaður dregur verulega úr hagvextinum vegna Þess hve einkaneyslan er stór þáttur í landsframleiðslu landsins. Einkaneyslan er ráðandi afl þegar kemur að því að fjölga störfum, auka hagvöxtinn og draga úr fjárlagahallanum.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent